Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í Moskvu.

Þar mætti þar til fundar við rússneska ráðamenn sendinefnd frá Bandaríkjunum og lagði fram tillögur að friði milli landanna.
Skemmst er frá því að segja að ferðalagið var ekki nægjanlega árangursríkt að mati okkar sem viljum að á komist friður milli ríkjanna.
En orð eru til alls fyrst, eins og við vitum og því reynum við að vona að menn nái áttum og að stillt verið til friðar.
Lesa má út úr viðbrögðum Putins að hátterni og afskipti evrópskra ráðamanna hefur ekki vakið neina kátínu í Kreml.
Ekki sá ritari að fjallað hefði verið um árásir Úkraína á óvopnuð flutningaskip, sem einhverjir hafa fundið upp að væru eitthvað sem kallað er ,,skuggafloti" Rússa.
Það er að mati ritara, lítil reisn yfir því að ráðast á óvopnuð og varnarlaus skip á hafi úti til þess eins að myrða og limlesta áhafnir þeirra og náttúrulega að skaða skipin og menn geta vart ímyndað sér mengunarskaðan sem stafað getur af olíunni, sem dreifist um eftir slíkar árásir.
Að mati þess sem þetta ritar er lítil reisn yfir slíkum verknaði og jafnvel enn minni en þegar ráðist er á íbúðarbyggðir almennra borgara og gildir þá einu hver í hlut á en eins og margir muna, eiga upptök ófriðarins m.a. rót sína að rekja til árása á almenna borgara í héruðunum sem barist hefur verið um, þ.e. Donesk, Lughansk o.s.frv.
Íbúar þeirra svæða segja ekki fagrar sögur af framgöngu manna sem komu úr vestri og drápu fólk og grófu jafnvel í fjöldagröfum í tilraunum til að hylja slóð sína.
Hvað sem því sem líður sem liðið er, væri dýrmætt, ef menn gætu komið sér saman um að hætta manndrápum og öðrum hörmungum og að koma skikk á löggæslu á svæðinu og í framhaldi af því, að byggja upp, í stað þess að rífa niður.