Börnin hennar Evu...

 

Að tapa á virkjunum.

,,Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps vill að tryggt verði með lögum strax á vorþingi að virkjanir skili tekjum til þeirra svæða þar sem orkan 2023-02-22 (5)verður til. Hann segir nýleg gögn sýna að sveitarfélög sitji uppi með tap upp á tugi milljóna af orkuframleiðslu á meðan Landsvirkjun mali gull.”

Og bætir við:

,,„Við erum með nýlega greiningu KPMG í höndunum sem sýnir að tekjurnar sem samfélagið hefur af orkustarfseminni, í gegnum fasteignaskatta, koma allar til frádráttar í gegnum jöfnunarsjóð. Sem er auðvitað fráleit ráðstöfun,“[...]”

Málið snýst um það furðulega og afgamla kerfi sem notast er við, varðandi skattgjöld af virkjanamannvirkjum.

Hrein orka gæti m.a. fengist, til framtíðar litið, með því að nota fallorkuna úr vatnsföllunum og hitaorkuna úr iðrum jarðar til að búa til vetni.

Til þess að það geti gengið þarf að virkja mun meira en það sem gert hefur verið og ekki má heldur gleyma vindorkunni sem getur verið góður meðafli.

Allt er þetta háð því að menn fáist til að standa saman um virkjanaframkvæmdir og að málflutningur virkjanaandstæðinga verði ekki ráðandi.

Breyta þarf lögum á þann veg, að greidd séu fasteignagjöld til sveitarfélaganna eftir því sem mannvirki gefa tilefni til, þ.e. ekki eins og nú er, að gjöld séu eingöngu greidd af stöðvarhúsunum.

                                                Tvær þjóðir ein auðlind?



Líklegt er að við séum komin þangað, að ekki verði sátt um að virkjanir séu byggðar án þess að tillit sé tekið til hagsmuna þeirra sem leggja til aðstöðuna í formi lands og röskunar.

Fram til þessa hefur reglan verið sú að engin gjöld hafa verið greidd af mannvirkjununum  til þeirra sem svo óheppnir eru, að vera ekki með stöðvarhús virkjunarinnar innan sinnar landareignar og skiptir þá engu máli þó mestöll virkjunin sé í raun innan þess sveitarfélags sem ekki leggur til land undir stöðvarhúsið. Þessi mismunun veldur óánægju sem eðlilegt er.

Eins og sjá má af skjáskoti úr Bændablaðinu hér að ofan eru menn farnir að tjá sig um málið og benda á að lög um orkuvinnslu hamli atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og að breyta þurfi lagaumgjörð orkuframleiðslu.

Í greininni bendir Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps á eftirfarandi:


,,„Orkan verður til á landsbyggðinni, ferðamenn koma til að skoða náttúruna úti á landi en þrátt fyrir það tekst okkur ekki að skapa sambærileg búsetuskilyrði á fjölmörgum stöðum þar sem verðmætin verða til og það er fyrst og fremst vegna þess að leikreglurnar eru ósanngjarnar. Ferðaþjónustan hefur skapað fjölda starfa um land allt og þar eru störfin og verðmætin sannarlega eftir í nærumhverfi starfseminnar.

Þegar kemur að framleiðslu orku, þá hefur verið byggt upp lagalegt umhverfi sem gerir það að verkum að nánast ekkert verður eftir í samfélögunum þar sem orkan verður til og allur efnahagslegur ábati verður þar sem orkan er notuð. Orka er undirstaða lífs okkar og án orku gerist ekkert.“”


Misnotkun fánans og aukning kornræktar

 

Greinarnar hér að ofan eru báðar úr Morgunblaðinu, sú til vinstri er eftir blaðamann blaðsins en sú til hægri er aðsend grein eftir framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 

Eins og við sjáum hefur kornræktin aukist umtalsvert, eða um 400 hektara og er mest á Suðurlandi, enda líklegt að þar séu möguleikarnir mestir, en þar með er ekki sagt að þeir séu ekki víðar.

Ekki má heldur gleyma því að í þróun er vinnsla prótíns úr grasi og verður spennandi að fylgjast með hvernig það gengur. 

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna skrifar um vörumerkingar sem séu villandi og falskar og við sáum að fjallað var um það í sjónvarpi ríkisútvarpsins í gærkvöldi.  

Yfirgengilegastur er þó trúlega innflutningurinn á úkraínskum kjúklingum sem samþykktur var á alþingi á þeirri forsendu að landið væri svo langt í burtu að ekki þyrfti að láta sér detta í huga að þaðan yrði flutt til Íslands matvara.

Hvernig þingmönnum gat dottið þessi röksemdafærsla í hug er erfitt að skilja, nema kannski með því að þingmennirnir hafi einfaldlega gefið sér þá niðurstöðu sem þeir vildu að væri sú rétta.

Með öðrum orðum, að niðurstaðan hafi orðið sú sem þeir óskuðu sér og að rökhugsunin hafi verið látin lönd og leið og sé svo, þá er að þá örugglega ekki í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vinnustað.  

Japl jaml og fuður

  ,,Eftir japl jaml og fuður var hann grafinn út og suður" var eitt sinn sagt og ætli það verði ekki niðurstaðan núna. Þingm...