Misnotkun fánans og aukning kornræktar

 

Greinarnar hér að ofan eru báðar úr Morgunblaðinu, sú til vinstri er eftir blaðamann blaðsins en sú til hægri er aðsend grein eftir framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 

Eins og við sjáum hefur kornræktin aukist umtalsvert, eða um 400 hektara og er mest á Suðurlandi, enda líklegt að þar séu möguleikarnir mestir, en þar með er ekki sagt að þeir séu ekki víðar.

Ekki má heldur gleyma því að í þróun er vinnsla prótíns úr grasi og verður spennandi að fylgjast með hvernig það gengur. 

Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna skrifar um vörumerkingar sem séu villandi og falskar og við sáum að fjallað var um það í sjónvarpi ríkisútvarpsins í gærkvöldi.  

Yfirgengilegastur er þó trúlega innflutningurinn á úkraínskum kjúklingum sem samþykktur var á alþingi á þeirri forsendu að landið væri svo langt í burtu að ekki þyrfti að láta sér detta í huga að þaðan yrði flutt til Íslands matvara.

Hvernig þingmönnum gat dottið þessi röksemdafærsla í hug er erfitt að skilja, nema kannski með því að þingmennirnir hafi einfaldlega gefið sér þá niðurstöðu sem þeir vildu að væri sú rétta.

Með öðrum orðum, að niðurstaðan hafi orðið sú sem þeir óskuðu sér og að rökhugsunin hafi verið látin lönd og leið og sé svo, þá er að þá örugglega ekki í fyrsta skipti sem það gerist á þeim vinnustað.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...