Japl jaml og fuður

 ,,Eftir japl jaml og fuður var hann grafinn út og suður" var eitt sinn sagt og ætli það verði ekki niðurstaðan núna.

Þingmaður Framsóknarflokksins er til viðtals í Morgunblaðinu vegna japls um hvernig standa skuli að fiskeldi í sjó. 

Fiskar lifa í sjó og vötnum, bæði stöðuvötnum og rennandi og því fengu menn þá hugmynd að nota sjóinn til að ala upp fisk, líkt og gert er með búfénað. 

Þetta ætti að falla vel að stefnu Framsóknarflokksins og kannski gerir það það en málið vefst fyrir þeim. 

Laxarnir sem aldir eru upp í kvíum vilja út, eins og Snorri forðum og ef þeir sleppa, þá leita þeir a.m.k. stundum upp í ár; finnst kannski góð tilbreyting í þvi að svamla í tæru og ósöltu vatni.  

Það merkilega er, að aðstreymi laxa í árnar þykir ekki gott, því þar mun vera lax fyrir og hann er ekki ,,mannvanur" og þykir ekki gott að láta veiða sig en sportið gengur út á að laxmaður nær laxi á öngul, pínir hann og kvelur, sem á máli laxveiðimanna heitir að þreyta laxinn

Fiskveiðimönnum þjóðarinnar hefur ekki dottið í hug þessi aðferð við að njóta fiskveiða, enda eru þeir ekki að leika sér til sjós, heldur eru þeir að afla verðmæta og draga björg í bú. 

Framsóknarmenn hafa ekki áhyggjur af slíkri veiðimennsku, en búskapur sem fer fram á hafi úti en ekki landi er þeim framandi. 

Því er það, að þeir vilja taka á þeim ,,búskap", sem þeir kannast ekki við sem slíkan, með harðri hendi og lausnin er fundin:

Búskapurinn skal vera tímabundinn! 

Ekki svona endalaus eins og verið hefur í landi, svo lengi sem elstu menn muna og miklu meira en það og nú velta Framsóknarmenn því fyrir sér árafjöldanum, sem búskapurinn skal standa. 

Best þykir að hafa árar á bæði borð ef á annað borð er verið að róa eitthvað og það gerum við ráð fyrir að Framsóknarmenn geri. 

Þeir eru þekktir að því að geta haft eina skoðun í dag og aðra á morgun, auk þess sem það samræmist stefnu þeirra að sumir séu jafnari en aðrir og nú verður sótt fram í því.  

Best er líklega fyrir laxmenn og línur þjóðarinnar að halda sig til hlés á meðan stormurinn gengur yfir og koma síðan til baka þegar vindgangurinn er liðinn hjá. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...