Sjötti maí 2024

 


Að blanda saman því sem er nánast það fallegasta af öllu fallegu er vonandi góð byrjun á pistli!

Síðan kemur hitt, sem er allavega og þar er fyrst að segja frá því, að Vestfirðingar eru illa

staddir í orkumálunum og í þeim efnum hefur verið vanrækt að vinna að því, að sækja orku þangað sem hún er t.d. í formi rennandi vatns.

Andstaðan er mikil við að orku sé aflað og umhverfisvinir, sem svo telja sig vera, vita fátt verra en mannvirki til orkuöflunar.

Hvar það fólk býr og hvernig húsakynni þess eru, er líklega best að segja sem minnst um en gera má ráð fyrir, að það húsnæði sé ekki úr torfi og grjóti, því ekki verður byggt úr þeim efnum án þess að hróflað sé við jörðinni og hafi verið byggt úr einhverju öðru, þá gildir líka það sama!

Kosningar og lögspeki

Til stendur að halda kosningar til kjörs á forseta þjóðarinnar og færri fá en vilja en fyrir þremur dögum mátti lesa það sem hér sést og fari svo sem lítur út fyrir, þá er þjóðin líklega í góðum málum hvað forsetaval varðar.

Virtur og reyndur lögfræðingur segir okkur, að dómstólar hafa ekki lýðræðislegt umboð og að þeir þurfi aldrei að standa neinum skil á störfum sínum.

Dómstólarnir búa ekki til lögin en eiga að dæma eftir lögunum sem búin hafa verið til af öðrum.

Þetta hefur lengi verið vitað en á því borið, að sumir lögmenn vilji fara aðra leið.

Það gengur ekki og séu þeir óánægðir með lagabókstafinn, þá verða þeir að ræða það við þau sem lögin búa til.

Grein Jóns Steinars er skýr og upplýsandi fyrir okkur sem ekki skrifum lög en búum við þau og þurfum að reyna að gæta þess að halda okkur innan þeirra.

Það getur stundum verið erfitt og stundum ekki og ef við erum ekki sátt með hvernig þau eru, þurfum við að ræða það við lagasmiðina.

Að lokum er hér frétt úr Morgunblaðinu, sem í rauninni er ,,ekki frétt“, eða að minnsta kosti ekki ný frétt.

Rússar eru í stríði við Úkraína, sem eru studdir af NATO og ESB þjóðum og því þýðir ekkert að vera að æsa sig yfir því, þó þeir geri sem þeir geta til að gera andstæðingum sínum erfitt fyrir.

,,Við“ erum í stríði við ,,þá“ svo er visku stjórnvalda okkar fyrir að þakka, stjórnvalda sem virðast vera illa upplýst og fljótfær eftir því.

Stjórnvöld sem af visku sinni lokuðu fyrir áratugagamla samskiptaleið til samtals við þjóðina, sem reynst hafði okkur vel t.d. í viðskiptum landa á milli, þegar svokallaðir ,,vinir“ okkar reyndust okkur illa.

Í samskiptum milli þjóða, er trúlega best að taka afstöðu eftir vandlega yfirvegun og líka að flýta sér hægt.

Meta og vega, leggja saman plúsa og mínusa, hugsa…og hugsa meira!

Það má sannarlega efast um, að fulltrúar okkar hafi gert það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...