Ráðherra í eggjabúi


Landbúnaðarráðherra heimsótti hænsnabú í Hrísey samkvæmt því sem lesa má á mbl.is.

Sé fréttinn lesin verðum við margs vís um varphænsnabúskap á eyjunni. 

Þar munu vera í varpi svokallaðar ,,landnámshænur" sem hér eru kallaðar og finna má um veröld víða. 
Til samanburðar eru til tíndar og nefndar í umfjöllun vefritsins ,,iðnaðarhænur" en þess er ekki getið hvernig þær eru samansettar né innréttaðar.

Járnavirkið sem ráðherrann stendur algallaður við, er sýnilega iðnaðarafurð og sama má segja um húsið sem hann er inni í.

Hann virðist virða fyrir sér af áhuga það sem hann sér á Hríseyjarbúinu, en einna mest áberandi er iðnaðarsmíði sú sem fyrr var nefnd og sem virðist hafa verið komið upp landnámshænunum til hægðarauka.



Landnámshænurnar svokölluðu og sem sumsstaðar hafa verið kynbættar með svörtum og fallegum  dönskum hönum, verpa eggjum sem aðrar hænur, þegar sá gállinn er á þeim. Ritari minnist þess að hafa séð slíkar hænur á mynd frá Georgíu og þær eru hér fyrir ofan.

,,Iðnaðarhænur" er nýyrði í hans eyrum og væri fróðlegt ef blaðamenn mbl.is myndu skýra út hvers kyns fölmúlavíl er þar um að ræða; hvort þær séu rafknúnar eða einhvernvegin öðruvisi knúnar. Eru þær svo dæmi sé tekið settar í gang að morgni og síðan drepið á þeim að kvöldi og þó sagt sé í greininni að eggin séu stærri úr iðnaðarhænunum, þá kemur ekki fram hve mikið stærri né hvort eggin komi linsoðin eða harðsoðin úr þeim, eða koma þau ef til vill spæld.

Sá sem þetta ritar verður frekar spældur þar til hann verður upplýstur um þessa ótrúlegu nýjung sem trúlega er fundin upp af snjöllum iðnaðarmanni eða mönnum norður þar.

5 ummæli:

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...