Slök kenning

Slök kenning

Sú fallega mynd sem fylgir umfjöllun Bændablaðsins um COVIT-19 faraldurinn er ekki í beinum tengslum við það sem fjallað er um í greininni.

Rétt er, að við höfðum engum hernaðarmætti yfir að ráða í heimstyrjöldunum en gátum selt dálítið af kindakjöti úr landi. Meira hefur þó munað um fiskinn og það stenst tæplega skoðun að við eigum að halda uppi offramleiðslu á kindakjöti í þeim tilgangi að vera viðbúin ef slíkar hörmungar endurtækju sig.

Sú offramleiðsla sem er á lambakjöti hjá okkur og sem er vissulega mikil á íslenskan mælikvarða, er ekki einu sinni sem dropi í hafið hjá stórþjóðum Evrópu, hvað þá hjá þeim sem lengra er að sækja; er sem lítið rykkorn í eyðimörk í því tilliti.

Betra væri að stilla framleiðsluna af, eftir þeirri þörf sem hér er fyrir hana og tryggja þeim sem framleiðsluna stunda viðunandi afkomu.

Afkomu sem væntanlega yrði auðveldara að tryggja ef framleiðslumagnið yrði miðað við raunverulegan markað, þ.e. innanlandsmarkað og væri með hóflegri meðgjöf af almannafé í stað þess ómarkvissa fjárausturskerfis sem nú er.

Styrkja svo dæmi sé tekið þau sem eru í raunverulegum búskap, en sleppa hinum sem eru að framleiða í sig og sína.

Eins og kom vel fram í grein sem birtist þann 9. febrúar 2021 í Vísi eftir Söru Dögg Svanhildardóttur, er afkoman slök, framleiðslugeta sauðkindarinnar lítil og búgreinin almennt í kröggum.

Að ætla íslensku þjóðinni að halda úti viðvarandi offramleiðslu á kindakjöti í þeim tilgangi að vera til staðar til að hjálpa öðrum þjóðum með matvæli, ef þeim skyldi detta í hug að fara herja hver á aðra,  er ekki góð hagfræðikenning.
Myndin er af vef Bændablaðsins

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...