Börnin hennar Evu...

 

Að tapa á virkjunum.

,,Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps vill að tryggt verði með lögum strax á vorþingi að virkjanir skili tekjum til þeirra svæða þar sem orkan 2023-02-22 (5)verður til. Hann segir nýleg gögn sýna að sveitarfélög sitji uppi með tap upp á tugi milljóna af orkuframleiðslu á meðan Landsvirkjun mali gull.”

Og bætir við:

,,„Við erum með nýlega greiningu KPMG í höndunum sem sýnir að tekjurnar sem samfélagið hefur af orkustarfseminni, í gegnum fasteignaskatta, koma allar til frádráttar í gegnum jöfnunarsjóð. Sem er auðvitað fráleit ráðstöfun,“[...]”

Málið snýst um það furðulega og afgamla kerfi sem notast er við, varðandi skattgjöld af virkjanamannvirkjum.

Hrein orka gæti m.a. fengist, til framtíðar litið, með því að nota fallorkuna úr vatnsföllunum og hitaorkuna úr iðrum jarðar til að búa til vetni.

Til þess að það geti gengið þarf að virkja mun meira en það sem gert hefur verið og ekki má heldur gleyma vindorkunni sem getur verið góður meðafli.

Allt er þetta háð því að menn fáist til að standa saman um virkjanaframkvæmdir og að málflutningur virkjanaandstæðinga verði ekki ráðandi.

Breyta þarf lögum á þann veg, að greidd séu fasteignagjöld til sveitarfélaganna eftir því sem mannvirki gefa tilefni til, þ.e. ekki eins og nú er, að gjöld séu eingöngu greidd af stöðvarhúsunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...