Frysting sem ekki hefur áhrif og þeir sem fara eftir reglum

 

Skjáskot úr Morgunblaðinu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði og Bændasamtök Íslands eru að stofna samtök og er ekki að efa að það getur orðið til hagsbóta fyrir bændur og búalið ef vel tekst til, þ.e.a.s. ef Bændasamtökin ná að gera sig gildandi í félagsskapnum. 

Að mörgu getur þurft að hyggja, svo sem sést á skjáskotinu hér að neðan, en eins og flestum mun vera orðið kunnugt, ákvað Alþingi að víkja hagsmunum bænda og reyndar líka íslensku þjóðarinnar út í hafsauga til að geta heimilað innflutning á matvælum frá Úkraínu. Það var rökstutt með þeirri firru að landið væri svo langt í burtu að engin hætta gæti stafað af innflutningnum. 

Reyndin er svo sú að minnsta kosti eitt fyrirtæki sér tækifæri í að stunda innflutning á landbúnaðarafurðum þaðan.

Einhverjir munu hafa talið sér trú um að þar sem matvaran væri frosin, þá væri ekkert að óttast þó regluverkið sé ekki eins og best getur verið í hinu stríðshrjáða landi, fyrir nú utan það, að lítið hefur verið hægt að sækja þangað til að læra af fram til þessa, varðandi regluverk og eftirlit. 

Að fyrirtæki bænda standi fyrir innflutningnum, er satt að segja ekki uppörfandi fyrir fólkið sem starfar í landbúnaði og reynir að uppfylla svo sem unnt er kröfur um hollustu og heilbrigði afurðanna.

Skjáskot úr Bændablaðinu
_ _ _

Nautgripabændur vilja að stuðningur við greinina sé framleiðslutengdur. 

Þeir hafa aukið framleiðsluna til að anna aukinni eftirspurn, en hið opinbera hefur stefnt í aðra átt og minnkað stuðninginn, líklega í þeirri von að með því tækist að koma böndum á framleiðsluna og flytja hana þess í stað inn frá útlöndum og þá væntanlega einhverjum löndum sem ráðamönnum finnst vera nógu nálægt Íslandi til að við verði unað!

Skjáskot úr Bændablaðinu

Tekist hefur að finna fjárstofn sem er ,,riðuþolinn" og hljóta allir að fagna því sem bera hag búgreinarinnar fyrir brjósti. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með niðurskurði á sauðfé vegna riðusmits á undanförnum árum. Aftur og aftur hefur greinst riða og því hefur sífellt fylgt niðurskurður, sem því miður hefur litlu skilað öðru en sálarangist þeirra sem fyrir verða og við tökum öll undir hvatningarorðin sem finna má í fyrirsögninni hér að neðan.
Skjáskt úr Fréttablaðinu

Endum þetta svo á því að lesa um að menn telja sig vera að fara eftir leikreglum, varðandi innflutninginn fyrrnefnda. 
Því þó flutt sé inn vafasöm matvara, eins og sagt var hér í byrjun þessa pistils, er það Alþingi sem í raun stuðlaði að því, að innflutningur af þessu tagi yrði að veruleika, því ef umrætt fyrirtæki hefði ekki staðið fyrir innflutningnum, þá er eins víst að einhverjir aðrir hefðu gert það.

Skjáskot úr Bændablaðinu



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...