Í upphaf skyldi endinn skoða

 



Á myndunum hér að ofan sjáum við helstu bústofnana sem notaðir eru til kjötframleiðslu hér á landi.
 


Í umræðunni hefur að undanförnu komið fram gagnrýni á innflutning landbúnaðarvara, einkum kjötvara og hefur gagnrýnin beinst að þeim bændum sem eru í framleiðslu, en eru jafnframt að bjóða í svokallaða ,,innflutningskvóta”. 


Nú síðast er viðtal við Geir Gunnar Geirsson um málið í vefritinu Heimildinni. 


Gunnar útskýrir áætlega hvers vegna farin er þessi leið og sannleikurinn er sá að í raun er verið að verjast kerfi sem komið var á fyrir nokkuð mörgum árum og má m.a. rekja til tollasamnings sem gerður var við Evrópusambandið fyrir tæpum áratug. 


Sá samningur var til þess gerður að auðvelda útflutning á kindakjöti til Evrópusambandsins, það er að segja, samið var um að í stað fyrir heimild fyrir útflutning á kindakjöti, fengju íslenskir aðilar að flytja inn til Íslands alifuglakjöt, svínakjöt, nautakjöt og osta.

 

Samningarnir voru sem sagt ,,gagnkvæmir”, en á þann hátt að samið var um að skaða þrjár búgreinar í þeirri trú að með því móti mætti bjarga einni, það er að segja sauðfjárræktinni. 


Þetta hefur náttúrulega ekki gengið eftir, en hugsanlega hefði verið hægt að bjarga þeirri búgrein með því að taka af framfæri ríkisins, örbúskap sem ekki er annað en ríkisstyrkt sportmennska, sem stunduð er í sveitum og þéttbýli til þess eins, að framleiða kjöt til neyslu á heimilum þeirra sem í hlut eiga. Auk þess sem eitthvað er selt út fyrir heimilið, og er þetta stundað að jöfnum hluta á framfæri ríkissjóðs og hjá þeim sem eru að reyna að stunda búgreinina sem atvinnuveg sér og sínum til framfæris. 


Kerfið sem búið er við, var búið til af stjórnvöldum og er af framsóknarkyni. og til þess gert, að búa til samning við Evrópusambandið um innflutning á alifuglakjöti, svínakjöti og nautakjöti og ostum, í skiptum fyrir tollfrjálsan innflutning á lambakjöti inn til Evrópu.  


Minnistætt er þegar kúabændur og fleiri mótmæltu þessu ráðslagi á fundi á Hótel Selfossi, að þá þrumaði þáverandi landbúnaðarráðherra yfir talsmenn þeirra:  

,,Þið verðið bara að standa ykkur!" 


Því er það, að menn áttu ekki annars kost en að reyna að verjast líkt og fram kemur í viðtalinu í Heimildinni, sem hér var fyrr vitnað til. 


Geir Gunnar Geirsson sem þar er í viðtali, segir þegar hann er spurður út í innflutning fyrirtækis sem jafnframt er í búrekstri, (og hér kemur fyrst í endursögn blaðamanns):

 

,,Spurður hverju hann svari gagnrýni sem ýmsir hafi hent á lofti, að með innflutningi fyrirtækja eins og Stjörnugríss á landbúnaðarafurðum, séu bændur og fyrirtæki í landbúnaði í raun að saga undan sér greinina sem þau sitji á, svarar Geir Gunnar því til að hún sá að sumu leyti rétt.” 


Síðan kemur það sem haft er eftir honum beint: 


 „Þetta er gagnrýni sem á rétt á sér. Við viljum auðvitað helst framleiða sem mest hér á Íslandi en það er bara ógerlegt með þeim aðstæðum sem stjórnvöld skapa með þessum tollasamningum.“ 


Það eru aðstæðurnar sem stjórnvöld sköpuðu, sem setja menn í þessa stöðu og þangað ættu þeir sem gagnrýna fyrirtæki bænda fyrir að taka þátt í tollaútboðunum að snúa sér með gagnrýni sína. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...