Friður eða tortíming

 


Gunnþór Ingason fyrrverandi sóknarprestur ritaði grein þá sem sést hér fyrir ofan í Morgunblaðið 15/06/2023, . Yfirskriftin vakti athygli bloggara og hann ákvað að kynna sér efni greinarinnar, sem reynist vera þannig að lítil ástæða finnst til að stytta!

 

Gunnþór segir í upphafi greinar sinnar:

,,Fyrir nær réttum 60 árum, 10. júní 1963, flutti J.F. Kennedy forseti BNA merka ræðu í Washington og ræddi þar um frið í heimi. Hann kvaðst ekki eiga við frið að geðþótta BNA er þau þvinguðu fram með vopnavaldi. „Ég á við raunsannan frið,“ sagði hann, „sem gerir lífið þess virði að lifa því og gerir mönnum fært að þrífast í von um bættan heim fyrir afkomendur sína. Ég tala um frið í ljósi nýrrar ásýndar stríðs því að vitfirra væri að heyja skefjalaust stríð þegar kjarnorkuveldi gætu gripið til eyðingarvopna.“

Gunnþór segir síðan:

,,Orð Kennedys eru ekki síst markverð vegna þess að í Kúbudeilunni rúmu hálfu ári fyrr munaði litlu að kjarnorkustríð brytist út á milli BNA og Sovétríkjanna en var naumlega forðað og sovéskar eldflaugar fjarlægðar frá Kúbu og bandarískar flaugar frá Tyrklandi og Ítalíu."

Og minnir á að:

,,Forveri Kennedys, D.W. Eisenhower, hafði áður varað við því að hergagnaiðnaðurinn fengi ráðandi tök í samfélaginu og hafnað því að hergagnaframleiðslan yrði einkavædd. Hann taldi að með því kæmi hún af stað átökum í hagnaðarskyni og áhrif hennar yrðu til að grafa undan lýðræðinu."

Gunnþór rifjar síðan upp að í tíð ,,L.B. Johnsons urðu átök á milli Suður- og Norður-Víetnams að heiftúðugu stríði með vaxandi hernaðarþátttöku BNA er skilaði þá einkavæddum hergagnaiðnaðinum ofurgróða. Frá lokum Víetnamstríðsins sér ekki fyrir endann á styrjaldarslóð BNA og samsærum til valdaskipta, í Suður-Ameríku, Írak, Líbíu, Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Sómalíu og víðar. Síðustu áratugi hafa áhrif hergagnaiðnaðarins aukist enn í BNA á vettvangi stjórnmála og í stjórnsýslunni. Þetta hefur veikt lýðræðið. Samhliða þessu hefur NATO verið beitt til að tryggja víðtæk yfirráð BNA og þar með stöðu dollarans í fjármálakerfi heimsins."

Síðan segir:

,,Fimmtán fyrrverandi háttsettir bandarískir öryggisfulltrúar og herforingjar birtu nýverið bréf í New York Times með yfirskriftinni: BNA ættu að vera friðarafl í veröldinni. Þeir tala þar fyrir nauðsyn samninga til að enda Úkraínustríðið. Bréfið hefst á þessum orðum: „Úkraínustríðið hefur verið skelfilegt. Hundruð þúsunda hafa fallið og særst og milljónir manna hafa yfirgefið landið. Umhverfisspjöll og efnahagslegt tjón eru óhemjuleg. Og eyðileggingin gæti vaxið til muna við það að kjarnorkuveldin færist nær því að takast á í opnu stríði. Lausn á ofbeldinu og hörmungunum felst ekki í fleiri vopnum og hertum átökum er aðeins leiða til aukins mannfalls og enn meiri eyðileggingar. Sem bandarískir öryggissérfræðingar hvetjum við Biden forseta og þingið til að leggja sig fram um að ljúka stríðinu með samningum í ljósi háskans er hlýst af vaxandi hernaðaraðgerðum.“ Þeir vísa til innrásar Rússa í Úkraínu, en benda líka á að áætlun um að þenja NATO út að landamærum Rússlands í Evrópu hafi þótt ögrandi og valdið ugg. Og þeir minna á að leiðtogar Rússlands hafi þegar fyrir 30 árum gert þetta ljóst. Skortur á samningsvilja hafi leitt til stríðsins. Þeir minna líka á hve Rússland hafi oft orðið fyrir miklum árásum sem séu greyptar í sálarlíf Rússa. Þeir telja fyrirheit Bidens forseta vera óraunhæf um að styðja Úkraínu svo lengi sem þörf sé á og taka ekki undir að réttmætt sé að berjast við Rússa allt til síðasta Úkraínumanns. Rússar hafi lengi sagst ekki líða það að NATO-herlið yrði við landamæri Rússlands. Á sama hátt og óþolandi væri fyrir BNA ef rússneskt herlið væri í Mexíkó eða Kanada, á líkan veg og árið 1962 er sovéskar eldflaugar voru á Kúbu."

Grein Gunnþórs heldur áfram og enn finnst engin ástæða til ástæða til styttingar!:

,,Bréfritarar velta því upp hví BNA hafi þrátt fyrir viðvaranir haldið áfram að útvíkka NATO og segja að þar hafi vopnaframleiðendur haft mikið að segja. Þegar þeir fundu fyrir andstöðu við útþenslu NATO hafi tiltekinn hópur stjórnmálamanna í BNA og stjórnendur hergagnaiðnaðarins bundist samtökum undir heitinu „Framkvæmdanefndin til að útvíkka NATO“. Og á aðeins tveggja ára tímabili, frá 1996-1998, hafi stærstu vopnaframleiðendurnir greitt um 94 milljónir dollara til að vinna áætluninni brautargengi í stjórnkerfinu og náð því fram að NATO var útvíkkað til austurs. Það varð svo til þess að vopnaframleiðendur í BNA seldu nýjum NATO-ríkjum vopnabúnað fyrir milljarða dollara.

Bréfritarar segja að lokum að útvíkkun NATO sé lykilþáttur í herskárri utanríkisstefnu BNA sem einkennist af einhliða aðgerðum, inngripum til stjórnarskipta og hernaðaríhlutunum. Stríð BNA í Írak og Afganistan hafi leitt til fjöldadrápa og aukið úlfúð og árekstra sem BNA gætu kennt sér um. Úkraínustríðið hafi opnað flóðgáttir átaka og manndrápa. Þar eigi BNA sinn hlut að máli og dýrkeypt yrði þeim að hafna því að vinna að sanngjörnum friðarsamningum er stöðvi manndrápin og lægi ófriðaröldurnar.

Þeir enda bréfið á þessum orðum: „Gerum BNA að friðarafli í veröldinni.“ Þau orð samræmast vel óskum Kennedys heitins forseta í friðarræðu sinni í Washington fyrir 60 árum um að BNA hefðu heillarík áhrif á heiminn á komanda tíð, en það yrði því aðeins að bandarískt samfélag væri til fyrirmyndar og hefði gott fram að færa."

Um svipað leiti og grein Gunnþórs rak á fjörur mínar rakst ég á eftirfarandi grein í rt.com og titilinn var þannig að bloggari lagðist í lestur, í trausti þess að til þess að skilja, þyrfti að vita!

Titillinn á grein Sergey Karaganov, en ekki er víst að tengillinn virki, en titillinn segir okkur talsvert..

Sergey Karaganov: By using its nuclear weapons, Russia could save humanity from a global catastrophe — RT Russia & Former Soviet Union

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...