Tveir miðlar og annar í kosningaham

Fréttaflutningur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins af bóluefnum og bólusetningum sýnist vera ólíkur enda fyrrnefndi miðillinn kominn í kosningaham.
Hér að ofan er frétt Fréttablaðsins um ganginn í bólusetningum og öflun bóluefna og ekki er annað að sjá en samstarfið við ESB hafi gefið góða raun hingað til og lofi góðu hvað framhaldið varðar. 
Við sáum miðflokksformanninn tala af augljósri vandlætingu um það samstarf í Kastljósi gærkvöldsins, þar sem hann virtist meðal annars sópa bóluefninu Sputnik V út af borðinu með lítilsvirðingu. Trúlega vegna þess að sá hafi innrætta vantrú á því sem rússneskt er.
Það er ekki gott veganesti í kosningabaráttu að hlaupa á sig, hvort heldur er varðandi fyrrnefnd mál, né svo annað dæmi sé tekið, að útiloka samstarf við ,,þroskaða" stjórnmálaflokka. 
Miðflokkurinn er augljóslega ekki einn af þeim þroskuðu; er enn á fyrrihluta hins pólitíska gelgjuskeiðs og mikið vafamál að lengra verði komist af þeim stjórnmálaflokki á hinni pólitísku þroskabraut. 
Vel gæti verið að formaður flokksins þyrfti að hrista upp í sér, ef svo óheppilega vildi til fyrir íslenska þjóð, að hann yrði annað og meira en uppfylling á Alþingi eftir kosningar. 
Frétt sú sem hér fylgir, sýnir að fagaðilar og stjórn­völd hafa verið á réttri leið sem af er og þó lagakræklar hafi reynt að snúa stýrinu þá eru litlar líkur til að þeir nái að valda verulegu tjóni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...