Ragnar bendir á nokkur atriði, sem gott er fyrir okkur sem ekki erum viðskiptafróð að hafa í huga, í skýrum og vel orðuðum texta og hér verða klippt út nokkur atriði.
,,Eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga taka sér allan þann hagnað, arð, laun, bónusa og kauprétti sem hugurinn girnist [...]"
Í kafla greinarinnar þar sem lýst er ,,fullkomnum markaði" er sagt frá því hvernig allur hagnaður hverfur á slíkum markaði. Síðar segir ,,alfullkominn markaður er ekki til nema fræðilega, allir eru þeir bara misjafnlega ófullkomnir".
Í næsta kafla segir að ,,leiðin til að auka hagnaðinn er að draga úr samkeppni. Langalgengasta leiðin til þess eru samrunar og yfirtökur".
Þá segir ,,stóru, risa-, risastóru, vonbrigðin með EES eru þau að ekki er virk samkeppni um nauðsynjar okkar. Eigendur og stjórnendur fákeppnisfélaga taka sér allan þann hagnað, arð, laun, bónusa og kauprétti sem hugurinn girnist, og það er ekki lítið".
Þar sem rætt er um Samkeppniseftirlitið segir að þar séu sumir löglærðir en skorti þekkingu á því sem útskýrt er í greininni!
Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að ,,fákeppniskapítalismi veraldarinnar muni keyra sig í þrot".
Og niðurlagsorðin eru svo grípandi að þau koma hér í heild:
,,Skattalögin eru senn að verða hálfrar aldar gömul, að stofni til. Hver bótin nær yfir aðra. Hættið nú að rífast, alþingismenn. Brettið upp ermar og vinnið saman að velferð og farsæld kjósenda. Rifrildið, hávaðinn, hneykslunin og öskrin skila ykkur engu öðru en því, að þið þykið leiðinleg."(!)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli