Hættið að rífast og brettið upp ermar!

 


Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur ritar grein í Morgunblaðið þann 13/3/2023 undir yfirskriftinni ,,Um fákeppni og uppgrip", sem óhætt er að mæla með að lesin sé, því geinin er bæði vel skrifuð og fræðandi.

Ragnar bendir á nokkur atriði, sem gott er fyrir okkur sem ekki erum viðskiptafróð að hafa í huga, í  skýrum og vel orðuðum texta og hér verða klippt út nokkur atriði.

,,Eig­end­ur og stjórn­end­ur fákeppn­is­fé­laga taka sér all­an þann hagnað, arð, laun, bónusa og kauprétti sem hug­ur­inn girn­ist [...]"

Í kafla greinarinnar þar sem lýst er ,,fullkomnum markaði" er sagt frá því  hvernig allur hagnaður hverfur á slíkum markaði. Síðar segir ,,al­full­kom­inn markaður er ekki til nema fræðilega, all­ir eru þeir bara mis­jafn­lega ófull­komn­ir".

Í næsta kafla segir að ,,leiðin til að auka hagnaðinn er að draga úr sam­keppni. Lang­al­geng­asta leiðin til þess eru samrun­ar og yf­ir­tök­ur".

Þá segir ,,stóru, risa-, risa­stóru, von­brigðin með EES eru þau að ekki er virk sam­keppni um nauðsynj­ar okk­ar. Eig­end­ur og stjórn­end­ur fákeppn­is­fé­laga taka sér all­an þann hagnað, arð, laun, bónusa og kauprétti sem hug­ur­inn girn­ist, og það er ekki lítið"

Þar sem rætt er um Samkeppniseftirlitið segir að þar séu sumir löglærðir en skorti þekkingu á því sem útskýrt er í greininni!

Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að ,,fákeppniskapítalismi veraldarinnar muni keyra sig í þrot".

Og niðurlagsorðin eru svo grípandi að þau koma hér í heild:

,,Skatta­lög­in eru senn að verða hálfr­ar ald­ar göm­ul, að stofni til. Hver bót­in nær yfir aðra. Hættið nú að ríf­ast, alþing­is­menn. Brettið upp erm­ar og vinnið sam­an að vel­ferð og far­sæld kjós­enda. Rifr­ildið, hávaðinn, hneyksl­un­in og öskrin skila ykk­ur engu öðru en því, að þið þykið leiðin­leg."(!)


 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...