Kríuvarp á Seltjarnarnesi, virkjun í Þjórsá og skógarreitur.
Hvað eiga þessi
þrjú atriði, sem hér eru nefnd, sameiginlegt?
Í fljótu
bragði kann það að virðast vera fátt, en ekki er allt sem sýnist. Kríuvarpið er
sagt vera á Seltjarnarnesi og virðist þrífast þar vel, þrátt fyrir mikla byggð
sem þar er risin og þó að byggðin hafi aukist mikið frá því sem áður var og að meira
að segja golfvelli hafi verið komið þar fyrir.
Á myndinni í
miðið, sem er klippa úr Morgunblaðinu líkt og sú fyrri, er greint frá því að skammt
sé í að framkvæmdir geti hafist við frekari virkjanir í Þjórsá, en illa hefur
gengið að ná því fram vegna andstöðu þeirra sem sjá fortíðina - án rafmagns og
annarra nútímaþæginda, sem flestir aðrir kunna að meta -, í hillingum.
Reyndar eru
þeir fyrrnefndu grunaðir um að blóta á
laun og að þeir kveiki sín ljós, eldi sinn mat, hlaði sinn síma og bíla
o.s.frv., en allt slíkt geta þeir, eftir að hafa tekið hina venjulegu nútíma
tilveru út fyrir sviga.
Málinu er borgið
eins og við sjáum, því til stendur að skipa ,,eftirlitsnefnd“ með framkvæmdunum
sem fara þarf í til að virkja ána og vonandi uppfyllir nefndin kröfur umhverfisvæna
fólksins og verður til þess, að allt gangi þetta fram með góðum hætti.
Við treystum
því og trúum og vitum að allir munu njóta rafmagnsins þegar það kemur og ekki
mun af veita, því notkunin eykst við hvern rafbíl sem þarf að hlaða og hvern
nýjan íbúa sem til verður í samfélaginu vegna hins íslenska fjörs, en líka vegna
þess að fólk frá öðrum löndum sækir til okkar vegna þess að það hefur haft af
því spurnir, að hér sé gott að búa þrátt fyrir íslenskan vetur með ófærð og
öðru smávægilegu veseni, sem við látum umhverfisráðherra um að laga og bæta.
Myndirnar
fyrrnefndu eru teknar úr Morgunblaðinu eins og áður var nefnt, en sú sem er
lengst til hægri er úr safni bloggara og sýnir okkur ekki annað það, að vel er
hægt að rækta skóg í landinu okkar góða, en verst er þó að komið hefur fram að, a.m.k.
einn fyrrverandi framsóknarráðherra á í vandræðum með að sjá fjöllin vegna trjánna.
Við vonum
innilega að það jafni sig, því við hin sjáum fjöllin ágætlega!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli