Ekki gefast upp!

 

Sumir gefst aldrei upp og svo er um þá sem hyggja á vetnisframleiðslu við hlið Reykjanesvirkjunar og kvikuhlaup og jarðhræringar breyta þar engu.

Sama er um Landsvirkjun sem gefst ekki upp á að leita leiða til að uppfylla orkuþörf þjóðarinnar, þrátt fyrir að stemningin sé sú, að hún, eða að minnsta kosti fjalltraustir og sjálfskipaðir alvitringar hennar, leggist gegn flestum hugmyndum sem fram koma varðandi virkjanakosti.

Raforkan skal verða til úr engu og ekkert skal verða að miklu, mun vera kjörorð þeirra sem hvergi vilja virkja, en vilja samt eiga óheftan aðgang að raforku, hvað sem raular eða tautar.

Möguleikarnir eru sannarlega til staðar og þeir eru með ýmsu móti: það er hægt að virkja fallvötnin, jarðhitann, vindinn o.s.frv. en það er ekki hægt samt.

Kertaljós og klæðin rauð var sungið á jólunum og er líklegast gert enn og þó virkjanaandstæðingar nefni ekki þann möguleika til lýsingar, þá má gera ráð fyrir að þá dreymi blauta drauma um fyrri tíma þjóðar, sem kúldraðist í vistvænum torfkofum og sló gras með orfi og ljá og sópaði heyinu síðan saman veð hrífu.

Sótti sér björg í bú með því að róa út á sjó þegar færi gafst og lifa í voninni um að allir sem til sjós fóru kæmu til baka, en ef svo fór að þeir skiluðu sér ekki, þá var bara að taka því.

Súrt slátur og súrsaðir hrútspungar, finnst sumum vera gott fóður inn í daginn og við étum það á þorrablótum og sumir skola því niður með brennivíni, íslenska viskíinu, sem enginn vill drekka nema sumir í harðindum, eða þegar löngunin í vímuna verður óbærileg.

Stemningin er afturhvarf til fortíðar og því meira sem menn læra, því sannfærðari verða þeir um að allt geti orðið til af engu og orðið að miklu, ef ekki öllu eða bara hverju sem er.

Eigum við að reyna að trúa hinni nýju lífsspeki?

Innflutningur, forsetakjör, náttúruvá og orkuviðskipti

 

Það er margt sem við fáum frá Kína, svo sem við sjáum við að lesa þó ekki sé nema fyrirsögnina á skjáskotinu og því er gott að halda góðum tengslum við það ógnarstóra og fjölmenna þjóðfélag.

Sumir telja að núverandi forsætisráðherra geti verið vænlegur kostur fyrir þjóðina í komandi forsetakosningum.

Og svo eru það orkumálin sem þarf að koma í lag eftir að hafa verið látin reka á reiðanum um ára, ef ekki áratuga bil.

Kínverja getum við afgreitt þannig að þeir sjá um sig sjálfir og við getum engin áhrif haft á það sem þar gerist; getum einungis fylgst með og reynt að halda góðu sambandi, en þaðan kaupum við allt mögulegt, eða allt frá flutningaskipum til leikfanga og allt þar á milli.

Því er það að okkur stendur ekki á sama, þegar siglingar truflast um Súesskurð og Rauðahaf og skipin þurfa að fara að sigla suður fyrir Afríku til að koma varningnum til okkar.

Það er ófriður í Miðausturlöndum, ófriður sem ekki sér fyrir endan á nema síður sé, því svo virðist sem sífellt fleiri blandi sér í þann ljóta leik.

Blaðran sprakk þegar Hamaz gerði árás á fólk, á tónleikum í Ísrael og drápu af handahófi talsvert á annað þúsundir manna. Á þá árás má lita sem örvæntingarviðbrögð þjóðar sem búið er að þjarma að um langan tíma, eða allt frá lokum síðari heimstyrjaldar.

Flestir þekkja þá sögu og hún verður ekki rifjuð upp hér, en afleiðingarnar eru skelfilegar og yfirgangurinn gagnvart palestínsku þjóðinni mikill.

Nú keyrir um þverbak og svo er að sjá sem markmiðið sé að útrýma þjóðinni sem er og hefur verið um aldir og þeir sem að verkinu standa njóta ómælds stuðnings vina sinna vestan Atlantshafsins.

Við á litla Íslandi getum fátt gert í málinu; getum í raun ekki gert annað en vonað að menn nái áttum og hætti manndrápum og eyðingu byggðar – ef þá eitthvað er eftir til að eyða – setjist að samningaborði og ræði sig niður að ásættanlegri niðurstöðu sem yrði farsæl fyrir alla.

Svona getum við hugsað og vonað, en líkurnar til að raunhæfur friður komist á eru afar litlar a.m.k. sem stendur; leikurinn er ójafn og því geta þeir sem yfirgangi beita farið sínu fram.

Vandamálin okkar eru smámunir í samanburði við það sem er að gerast í Miðausturlöndum.

Við þurfum samt að koma okkur saman um hver verður forseti þjóðarinnar, hvernig við ætlum að koma raforku á milli landshluta o.s.frv.

Það getur stundum verið ágætt að vera lítil þjóð á eyju í Atlantshafinu, þrátt fyrir eldvirkni og jarðskjálfta og leitar þá hugurinn út á Reykjanes, til fólksins sem flýja þurfti úr bænum sínum vegna jarðskjálfta og eldgosahættu.

Til mannsins sem fórst við vinnu við að fylla upp í sprungu sem myndast hafði í Grindavík, aðstandenda hans og björgunarsveitarfólksins sem gerði það sem það gat og varð að lokum að gefast upp við að finna félaga sinn.

Hugurinn er hjá þessu fólki núna, með ósk um að allar góðar vættir muni styrkja þau í þeim raunum sem þau eru að takast á við.

Aðstandendur mannsins sem fórst, þarfnast stuðnings og hlýju og þeim óskar ritari alls hins besta og að þau fái styrk til að standast þessa raun.

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...