Ekki gefast upp!

 

Sumir gefst aldrei upp og svo er um þá sem hyggja á vetnisframleiðslu við hlið Reykjanesvirkjunar og kvikuhlaup og jarðhræringar breyta þar engu.

Sama er um Landsvirkjun sem gefst ekki upp á að leita leiða til að uppfylla orkuþörf þjóðarinnar, þrátt fyrir að stemningin sé sú, að hún, eða að minnsta kosti fjalltraustir og sjálfskipaðir alvitringar hennar, leggist gegn flestum hugmyndum sem fram koma varðandi virkjanakosti.

Raforkan skal verða til úr engu og ekkert skal verða að miklu, mun vera kjörorð þeirra sem hvergi vilja virkja, en vilja samt eiga óheftan aðgang að raforku, hvað sem raular eða tautar.

Möguleikarnir eru sannarlega til staðar og þeir eru með ýmsu móti: það er hægt að virkja fallvötnin, jarðhitann, vindinn o.s.frv. en það er ekki hægt samt.

Kertaljós og klæðin rauð var sungið á jólunum og er líklegast gert enn og þó virkjanaandstæðingar nefni ekki þann möguleika til lýsingar, þá má gera ráð fyrir að þá dreymi blauta drauma um fyrri tíma þjóðar, sem kúldraðist í vistvænum torfkofum og sló gras með orfi og ljá og sópaði heyinu síðan saman veð hrífu.

Sótti sér björg í bú með því að róa út á sjó þegar færi gafst og lifa í voninni um að allir sem til sjós fóru kæmu til baka, en ef svo fór að þeir skiluðu sér ekki, þá var bara að taka því.

Súrt slátur og súrsaðir hrútspungar, finnst sumum vera gott fóður inn í daginn og við étum það á þorrablótum og sumir skola því niður með brennivíni, íslenska viskíinu, sem enginn vill drekka nema sumir í harðindum, eða þegar löngunin í vímuna verður óbærileg.

Stemningin er afturhvarf til fortíðar og því meira sem menn læra, því sannfærðari verða þeir um að allt geti orðið til af engu og orðið að miklu, ef ekki öllu eða bara hverju sem er.

Eigum við að reyna að trúa hinni nýju lífsspeki?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...