Gamni fylgir stundum alvara

 

Við sjáum að allt leikur á reiðiskjálfi á teikningum Ívars á Morgunblaðinu en hvort það er vegna þess að maður nokkur fékk greidda orlofsdaga, sem hann hafði ekki náð að taka út á ferli sínum sem borgarstjóri vitum við ekki en ljóst er þó, að á síðum blaðsins hafa menn nokkrar áhyggjur af málinu.

Teiknari blaðsins túlkar málin með sínum hætti og honum bregst sjaldan bogalistin, enda lítt smitaður af pólitískum pestum, eftir því sem best verður séð og við höldum að hann sé að segja frá því í myndmáli sínu, sem a.m.k stundum er minna rætt á síðum blaðsins.

Ritari var yfirleitt heppinn með vinnuveitendur á meðan hann var á almennum vinnumarkaði og hefði svo verið, að hann hefði átt inni óúttekna orlofsdaga að starfsferli loknum, hefði hann örugglega fengið þá greidda orðalaust út svo sem samningar segðu til um.

Það munu vera lekandi gluggar hjá Hafrannsóknarstofnun og þó þar á bæ séu menn bleytunni vanir, vilja þeir vera lausir við hana þegar á skrifstofuna er komið.

Annars er það alvörumál hve illa er komið varðandi nýlegar byggingar, því svo er að sjá sem ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum við frágang þeirra og ef þær ekki leka, þá eru þær þjakaðar af myglu, nema hvort tveggja sé, og er þá ekki allt upp talið.

Menn voru svo gæfulausir að leggja niður Rannsóknarstofnun byggingariðnaðrins og þetta er að nokkru leiti uppskeran.

Framsóknarmenn telja kannski að ekki þurfi að fylgjast með framgangi mála í þessum geira, enda hélt torfið á kofum fortíðar, vatni og vindum eftir því sem þeir telja og því skyldi þá ekki nútíma húsaklæðning geta gert það líka?

Mikil verðmæti liggja í húsum nútímans og það skiptir miklu máli hvernig þau reynast og því er eðlilegt að til sé stofnun, sem hægt er að leita til varðandi þessi efni og ritari man til að hafa leitað til þeirrar sem áður var til og hafa fengið þar góðar ráðleggingar og móttökur.

Við þurfum ekki á slíku að halda í nútímanum og kjósum frekar að fúska upp byggingum og sitja síðan uppi með skaðann.

Annars er það helst að frétta þessa dagana, að stöðugleiki ríkir í efnahagslífinu og því ætla stjórnendur ekki að lækka vexti, eftir því sem menn telja en vita ekki!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...