Fréttir frá Úkraínu í íslenskum miðli

 Það er fjallað um stríðið í Úkraínu á vefmiðlinum visir.is þar sem ýmislegt athyglisvert fram og svo virðist sem Ísland og Úkraína eigi a.m.k. eitt sameiginlegt.

Rétt er að taka fram, að samsetta myndin hér að ofan er blanda af visir.is en einnig af síðum Morgunblaðsins.

Sagt er frá því á Vísi að sókn Rússa hafi gangið vel að undanförnu, einkum í Donetks héraði.

Það mun vera eitt af sjálfstjórnarhéruðunum svokölluðu á Donbassvæðinu.

Fram kemurilla gengur að manna úkraínska herinn og að komið hafi fram hugmyndir um að lækka herskyldualdur, sem ekki fellur öllum vel í geð.

Ýmislegt fleira kemur fram sem stingur í stúf við það sem við höfum fengið að heyra t.d. frá manni nokkrum, sem var nýlega sérlegur gestur íslensku ríkisstjórnarinnar á einhverskonar norðurlanda- hittingi stórmenna.

Ríkisstjórnin leysti mann þennan út með eins og hálfs milljarðs innistæðulitlu loforði um að ríkissjóður Íslands mynd reiða fram upphæð sem hljóðaði upp á einn og hálfan milljarð.  

Um er að ræða íslenskar krónur en eins og kunnugt er, fæst ekki mikið fyrir þær núorðið.

Sé litið á kort af svæðinu sem barist er um, þá er ljóst að mikið er eftir, ef það er ætlun Rússa að leggja undir sig alla Úkraínu sem reynda hefur hvergi komið fram svo ritari muni eftir.

Fækki fólki í landinu eins mikið áfram og með sama hraða og gerst hefur síðan Rússar hófu hernaðinn gegn ófriðaröflum sem sífellt herjuðu á fólkið á Donbas svæðinu, er hætt við að styrjöldin lognist út af sjálfu sér.

Í grein Vísis er vitnað í og gefnir upp tenglar á ýmsa miðla eins og Kyiv Independent og Wall Streat Journal.

Allt stemmir þetta og styður við það sem sést hefur á bandarískum miðlum.

Hvernig andúkraínskur áróður af þessu tagi um hið nýtilkomna norræna land Úkraínu, hefur getað sloppið inn á síður íslensks fjölmiðils er óútskýrt og ef til vill óútskýranlegt. 

Sé horft á kort af svæðinu sést að mikið er eftir, ef það er ætlun Rússa að leggja undir sig alla Úkraínu.

Það hefur reyndar hvergi komið fram, svo ritari viti til, að það sé ætlunin en ætti að verða auðvelt, ef íbúar Úkraínu halda áfram að flýja land sitt í sama mæli og að undanförnu.

Þegar þar að auki hver kona eignast ekki nema eitt barn að meðaltali, þá þarf ekki miklar reikniskúnstir til að finna það út, að þjóð sem þannig er komið fyrir á sér ekki mjög langa framtíð.

Það ættu þau að hafa í huga, sem bjóða sig fram til Alþingis Íslendinga, að búa svo í haginn fyrir ungt fólk, að það geti haldi við stofninum og helst dálítið meira!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...