Það er barist í Evrópu og það er barist í Afríku og eflaust víðar, þó ekki sé eins mikið um það fjallað.
Þegar yfir mann gengur, framferði þeirra sem málum ráða í veröldinni er gott að horfa á eitthvað fallegt og það sem sést hér ofan er að margra mat af því tagi.
En að alvörunni og hugleiðingum um það sem sjá mátti á nokkrum miðlum í morgun.
Við getum lesið þar um hvernig ófriðaröldurnar berja á í ýmsum löndum en gera má ráð fyrir að við séum mörg sem erum einna mest með átökin í A- Evrópu í huga.
Þó ótrúlegt sé, þá eru bundnar talsverðar vonir við, að kosningaloforð Trump um skjóta stöðvun stríðsins milli Úkraínu og Rússlands verði að veruleika og svo er að sjá sem karlinn hafi ekki látið sitja við orðin tóm, því sagt er frá því að hann hafi þegar sett sig í samband við bæði Putin og Zelensky.
Við fögnum því, vonum að það sé rétt og að jákvæð niðurstaða náist fram, sem geti orðið til að stöðva átökin og að þjóðirnar sem í hlut eiga, geti í framhaldinu snúið sér að því að byggja upp í stað þess að brjóta niður.
Sagt er frá því á RT.COM að Úkraína standi að þjálfun manna sem síðan nýti kunnáttu sína til ófriðar og skemmdarverka í Afríku.
Sé það rétt að þeir hafi orku til slíkra hluta þrátt fyrir það sem þeir standa í sjálfir, þá er staðan þar ekki eins slæm og látið er í veðri vaka.
Þeir sem berjast fyrir hönd þjóða sinna í Rússlandi og í Úkraínu er ekki öfundsverðir af verkefninu.
Víglínan er löng og landsvæðin sem tekist er á um eru víðáttumikil og samkvæmt því sem við getum lesið, þá er engan vegin einfalt að eiga við það allt.
Hvers er hvað og hvað er hvers, á þessu landsvæði, er síðan endalaust hægt að deila um og hefur verið gert um aldir.
Við sem minni spámenn erum vitum að eitt sinn var Úkraína partur af Sovétríkjunum og var þeim mikils virði, þó ,,stálmaðurinn” hafi ekki skilið að svo væri en fyrir það bætti annar sem var þaðan upprunninn og gaf Úkraínu skagann, bara sí svona og kannski mest vegna þess að honum rann blóðið til skyldunnar, þar sem hann var úkraínskur.
Þannig var það í þá daga, að menn af úkraínskum uppruna gátu komist til æðstu valda í Sovétríkjunum.
Við leysum málin ekki með bloggtuði en gott væri nú, að menn slíðruðu sverðin og færu að ræða saman og vinna að uppbyggingu í stað þess að brjóta niður það góða sem þeir eiga.
Þau sem líða fyrir hernaðinn eru eins og vanalega þau sem minnst mega sín og síðan auðvitað hermennirnir sem hvattir eru til illverka og til að eyðileggja svo mikið sem þeir geta.
Hætt er við að þeir sem komast heilir á líkama verði ekki eins heilir á sálinni eftir að hafa verið þátttakendur í stríðsverkunum og að það muni þurfa eina kynslóð eða tvær ef ekki fleiri til að græða sárin, sem í þeim, aðstandendum þeirra og síðan þjóðunum sjálfum munu sitja.
Vonumst því eftir friði og því að hann verði varanlegur og ef til vill stendur Trump við loforðið! _ _ _
Tenglar inn á það sem hér var stuðst við auk þes sem er í texta, eru eftirfarandi:
https://www.cnn.com/2024/11/11/europe/russia-drone-strikes-ukraine-intl-latam; https://www.bbc.com/news/articles/cx28jd0114ro;
Engin ummæli:
Skrifa ummæli