Það hefur vekið athygli hve mikill áhugi Trump- feðga er á Grænlandi.
Halldór sér það og við sjáum það flest og það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, að ,mikill vilji meira’ og svo er óvitlaust að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.
Við sem komin eru nokkuð til ára, munum eftir mörgu sem gerst hefur og þó vera kunni að ýmislegt sé farið að gleymast, þá situr sumt eftir!
Þeir vildu Vietnam og nágrenni og margt fleira, því mikill vill meira og fær trúlega aldrei nóg!
Auðvitað vilja þeir Rússland en treysta sér ekki í það.
Og þá er gott að snúa sér að einhverju viðráðanlegra og það hefur verið gert og það þó gasprarinn sé ekki búinn að taka við embættinu eftirsótta.
Hvort hann veldur því þegar til kemur verður tíminn að leiða í ljós, en dapurlegt er það sem ,,verndarar“ vorir bjóða upp á fyrir sjálfa sig og aðra.
Bandaríkin eru stórveldi- herveldi, um það þarf enginn að efast en valdi fylgir vandi og það er ekki sama hvernig farið er með það vald.
Það er svo dæmi sé tekið, æskilegt að þeir sem fara fyrir ,,veldi“ hafi burði til að fara með valdið sem þeir ráða yfir.
Getur verið traustvekjandi að gasprið sé varðveitt í neðstu skúffu, helst læstri og að búið sé að henda lyklinum, því þá líður a.m.k. flestum betur.
Við á litla Íslandi ,,áttum“ eitt sinn trumpiskan gasprara og eigum enn en hann er vel geymdur þar sem hann er núna og okkur líður ágætlega með það að hafa hann þar.
Það er reyndar einn á alþinginu okkar, sem er að reyna að vera slíkur en gengur það frekar illa og satt að segja eru afar litlar líkur til að honum takist að ganga í spor þess sem áður var, því til þess þarf talsverða andlega fimi og af henni á hann ekki nóg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli