Þeir munu sitja við fætur húsbónda síns og dilla skottinu segir Putin og við vitum varla hverju við eigum að trúa. Við getum eins trúað því eins og hverju öðru á þessum undarlegu tímum.

Það gerðist á dögunum að nýútsprunginn utanríkisráðherra Íslands, brá sér í heimsókn til einkavinar íslenskra stjórnmálamanna Zelenskys til að færa honum aur, ekki úr flokkssjóði Viðreisnar, heldur úr almannasjóði íslensku þjóðarinnar.
Fetað var þar rækilega í fótspor utanríkisráðherrans sem áður hafði verið og lítið er séð eftir, nema náttúrulega af Sjálfstæðismönnum, sem sjá á eftir mörgu þessa dagana; sjá eftir herbergi sínu, sjá eftir að hafa verið í innilegu stjórnarsamstarfi við Vinstri græna, sem líklega sjá mest eftir því að hafa hagað sér eins og kjánar og þurrkast út af þingi.
Framsóknarliðið sér eftir því líka sem von er en það gildir í pólitík að betra er að vanda til vals á vinum!
Nú er sem vor sé í lofti og að nýir pólitískir vendir ætli að sópa vel og við lifum í voninni um að það sé rétt.
Smámálin eru frá og t.d. fær Sjálfstæðisflokkurinn að vera í herberginu sínu - sem gárungar sumir kalla ,,herbirgi" nú orðið.
Hvað sem því líður, þá vonum við að þeir geti sáttir hírst í birgi sínu og notið þess, að horfa á hinar ófæranlegu myndir sem þar eru á veggjum uppi.
Pólitíkin er skrýtin tík, sagði einhver en hvað sem því líður, skulum við vona að engar veggjalýs komi til með að angra pólitíkusana heimakæru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli