Við eigum von á heimsókn!

 

CNN greinir frá því að við getum átt á heimsókn, en það dálítið langt þangað til.


Teikning listamanns, sem fylgir umfjöllun fréttastofunnar, sýnir algengt smástirni. NASA leggur áherslu á að greina ógn af smástirnum sem gætu valdið skaða á Jörðinni og gerir það í þeim tilgangi að hægt verði að bregðast við þeim í tíma.

Það eru allskonar hnullungar á sveimi í himingeimnum og um þá og hættuna sem Jörðinni gæti stafað af þeim, er umfjöllunarefni CNN.

Þeir gætu hugsanlega ef til vill og kannski, eins og maðurinn sagði, valdið usla á hnettinum sem við lifum á og dæmi sanna, að það hefur gerst og það sem gerst hefur áður getur gerst aftur, segir einhverstaðar.

Allt er í heiminum hverfult segir einhverstaðar og við getum ekki gengið út frá því að Jörðin okkar  og verði til eilífðarnóns.

Risaeðlurnar hurfu eins og dögg fyrir sólu, í jarðsögulegu tilliti og það sem hefur gerst áður getur gerst aftur eins og áður sagði.

Við vonum náttúrulega að ekkert þvílíkt gerist og það sem verra er að við getum ekki varist vígahnöttum af neinu öryggi en það má reyna og gera má ráð fyrir, að það verði gert ef þörf verður.

Biden lét skjóta niður kínverskan loftbelg, eins og margir muna en hvort það hefur verið æfing fyrir eitthvað meira vitum við ekki!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Friðarviðræður í Tyrklandi

  Fréttir hafa borist af því Putin hafi stungið upp á að samið verði um frið milli Úkraínu og Rússlands í Tyrklandi. Rússnesk stjórnvöld leg...