CNN.COM er á svipuðum stað og ýmsir aðrir miðlar varðandi umfjöllun sína um
mögulegt friðarferli á átakasvæðunum milli Rússlands og Úkraínu. Í Heimildinni getum við lesið, að Trump telji fjölmiðla vera ólöglega þ.e.a.s. ef þeir segja ekki fréttir eins og honum finnst að þær eigi að vera og í Vísi er sagt frá því, að íslenskir sendiráðmenn í Moskvu hafi verið áréttir, í framhald af því hvernig komið var fram við sendiherra Rússa á Íslandi.

Það er sem sagt ýmislegt í fréttum þessa dagana og sumt er gamalt en annað nýtt eða nýlegt.
Vel getur verið að um áreiti hafi verið að ræða í Moskvu í framhaldi af framkomu íslenskra yfirvalda í garð sendiherra Rússa og segja má því, að þar hafi hitt ,,hundur hund", hafi svo verið.
Þegar Rússar brugðust við stöðugu ,,áreiti" Úkraína á sjálfstjórnarhéruðin milli landanna með innrás sem náði allar götur til Kív, sem við sáum síðan með ,,réttarhöldum", yfir m.a. ungum hermanni sem drepið hafði mann samkvæmt skipun og var svo aumur yfir verknaðinum að hann spurði konu mannsins: ,,heldurðu að þú getir nokkurntíma geta fyrirgefið mér"?
Hermaðurinn hefur væntanlega verið að gera það sem honum var skipað að gera eins og venja er að hermann geri og því er hér um að ræða enn eitt dæmið um þá ömurlegu villimennsku sem fylgir hernaði.
Þegar menn og þjóðir geta ekki leyst deilumál sín á milli með öðru en ofbeldi, þá verða afleiðingarnar, eins og við höfum margoft séð, tilgangslaus manndráp.
Þegar hingað er komið í hugleiðingum dagsins, þá leitar hugurinn til hermannanna sem króaðir eru af í Kúrsk.
Um hvað var samið varðandi þá? Gleymdust þeir í spjallinu í Saudi Arabiu?
Við spyrjum að gefnu tilefni, því Putin hefur spurt hins sama og því má vera ljóst að málefni þeirra þarf að leysa og það ætti að geta verið tiltölulega einfalt.
Það ætti að vera einfalt undir þessum kringumstæðum að afhenda vopn sín undir eftirliti hlutlausra fulltrúa; hermennirnir skilji þau eftir þar sem þeir eru og síðan verði skiptst á föngum, en þar gæti hnífurinn staðið í vorri kú eins og þar stendur, því hvernig á að ræða um fangaskipti þegar menn geta ekki rætt saman?
Það sem ætti að vera einfalt er ekki einfalt, nema fyrir þann sem er áhorfandi, stendur utan við og párar og óskar og vonar.
En það eru einmitt vonirnar sem sem hafa brostið að undanförnu. Við getum aðeins endalaust rifist um hver gerði hverjum hvað og hver byrjaði, eins og krakkarnir segja.
Í þessu tilfelli eru það Sameinuðu þjóðirnar, sem ættu að grípa inn í, bera klæði á vopnin en í þessu tilfelli er það þess í stað, léttgeggjaður orðhákur á forsetastóli sem bendir á að keisarinn sé nakinn.
Sem tók við af forvera sínum, sem gat ekki einu sinni komið sé saman við besta vin mannsins, hundinn sinn og vísaði honum því á dyr!
Við tók furðugripur sem studdur er af öðrum furðugrip og saman stjórna þeir einu voldugasta ríki heimsins!
Það væri synd að segja að það sé bjart yfir í heimsmálunum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli