Þeir komu saman til spjalls og ráðagerða í Washington, Trump og Zelensky og af því er orðinn mikill hvellur, sem er til umræðu í ýmsum miðlum og þ.á.m. á BBC, fyrir nú utan það, að íslenskir ráðherrar hafa séð ástæðu til að eyða íslenskum milljörðum í hergögn.

Umfjöllun BBC fylgir myndin hér að ofan og eins og sjá má eru karlarnir ekki alveg á eitt sáttir.
Trump segist ekki vilja stefna heimsfriðnum í hættu en Zelensky segir þjóð sína vera að berjast fyrir lífi sínu og sjálfstæði.
Gera má ráð fyrir að sannleikurinn liggi einhverstaðar þarna á milli og úr því þarf að vinna, til að úr verði friður, í stað þess að hætta á víðtækari átök.
Gera má ráð fyrir að innst inni sé vilji fyrir friði hjá hinum úkraínska forseta en við vitum það ekki með vissu, hann hefur ekki talað þannig og ekki er víst, að honum leyfist að tala þannig.
Forseti Úkraínu hefur sitt ,,bakland“ eins og það er kallað og í því baklandi eru ekki allir einlægir friðarsinnar og því verður forsetinn að haga orðum sínum í samræmi við þann veruleika.
Hvað sem segja má um skemmtikraftinn fyrrverandi, þá verður að viðurkenna að honum hefur gengið ágætlega að fá á sitt band fjöldann allan af vestrænum stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og almenningi.
Við sjáum stundum fréttaflutning sem ekki stenst skoðun, fullyrðingar sem ekki standast o.s.frv. og flest er þetta sett fram á þann hátt, að Úkraína sé að berjast fyrir frelsi sínu en það er með frelsið eins og svo margt annað að það er teygjanlegt hugtak.
Samkvæmt því sem ritari veit best er verið að berjast um svæði sem kallað er Donbas og inniheldur Lughansk og Donesk.
Um það mun hafa verið samið árið 2014, að þessi svæði væru svokölluð ,,sjálfstjórnarsvæði“, sem ekki væru undir stjórn Úkraínu né Rússlands.
Það gekk misjafnlega eins og mörgum er kunnugt og ástæðan var ágengni úkraínskra manna inn á svæðið, manna sem frömdu þar ýmsa glæpi og jafnvel fjöldamorð sé tekið mið af því sem fundist hefur þar grafið í jörðu.
Maður nokkur sem ritari þekkir vel, hafði það eftir fyrrverandi tengdaföður sínum sem bjó austur þar, að hann vonaði það heitast að Rússar kláruðu dæmið fljótt og vel, þegar hann varð var við að þeir voru búnir að missa þolinmæðina og voru komnir inn á svæðið með her sinn.
Hvað sem þessu líður skulum við öll vona að friður komist á; Rússar eru búnir að setja fram sínar kröfur fyrir friði og þær eru einfaldlega að svæðið fái frið fyrir Úkraínum
Því er spurt: Hvers vegna er ekki hægt að ræða frið á þeim forsendum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli