Reiður maður stjórnar

 Í Hvíta húsinu í Washington situr ,,voða reiður" maður og enginn veit hvað honum dettur í hug að segja eða gera næst.

Frá þeim reiða er sagt á BBC.COM og við höfum getað fylgst með gönuhlaupum hans víða á yfirlýsingavellinum um nokkurn tíma.

Klippa úr BBC

Hann er reiður út í Zelensky og nú er hann reiður út í Putin og eins og áður sagði, höfum við geta fylgst með reiðiköstum hans í garð ýmissa minni(?) spámanna um nokkurt skeið.

Og hann er fullur af græðgi líka: Landagræðgi og auðlindagræðgi og áreiðanlega allskyns annarri græðgi einnig.

Klippa úr Morgunblaði dagsins 31/3/2025

Bandaríkjamenn kusu sér forseta fyrir nokkrum mánuðum og uppskeran er líkt og spáð var og því situr heimsbyggðin uppi með stjórnmálatrúð sem enginn veit með vissu hvert er að fara né hvaðan er að koma, ef hann veit það þá sjálfur.

Kamella tapaði og við vitum ekki einu sinni hvort það var gott eða vont!

Ísland er með varnarsamning við Bandaríkin og þó ekki væri nema vegna þess, þá skiptir það okkur máli hver fer með völdin í því ágæta ríkjasambandi.

Á undan Trump var það Biden sem vissi sjálfur lítið orðið um hvort hann var að koma eða fara, en honum tókst þó að losna við hundinn!

Á okkar ísa kalda landi hefur líka verið ýmislegt að gerast í pólitíkinni og svo dæmi sé tekið, var skipt um ríkisstjórn eftir að sú sem setið hafði við lítinn orðstír, flosnaði upp og sofnaði svefni sínum.

Svo er að sjá sem Sjálfstæðismenn séu að byrja að jafna sig á niðurstöðu kosninganna, enda væri það sérstakt ef svo gróinn og reynslumikill flokkur gæti ekki komist yfir lýðræðislega niðurstöðu kosninga!

Við sjáum merki þess í Morgunblaði dagsins, að það sé að komast upp úr hjólfarinu sem það hefur skrönglast í síðan úrslitin og hin nýja stjórnarmyndun hratt þeim fram af brúninni.

Að Eyjólfur hressist er ágætt og ekki mun af því veita, að á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé einn miðill sem sé sæmilega traustur og laus við fimbulfamb af bloggara- tagi og þ.á.m. þess sem þetta párar!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Varanleg lausn?

  Í vefriti rekumst við á umfjöllun um hugmyndir um hvernig ljúka megi styrjöldinni sem er milli Rússlands og Úkraínu. Forseti Bandaríkjanna...