Vonandi tekst að hnýta lausa enda

 Tekist hefur að fá Úkraínumenn að samningaborðinu en ýmislegt er ófrágengið, sem von er.

Á Russya Today er farið yfir málið og greinilegt er, að rússnesk stjórnvöld vilja ganga betur frá ýmsum atriðum og frá þessu er reyndar sagt á fleiri miðlum.

Myndin sem hér fylgir er fengin af Russya Today.

Svo dæmi sé tekið, þarf að ræða og komast a niðurstöðu um hvernig fara muni með þá úkraínsku hermenn sem umkringdir eru í Kúrsk.

Það getur ekki verið góð hugmynd að fyrirskipa vopnahlé án þess að ræða atriði eins og það og varla hægt að ímynda sér þá stöðu sem þeir eru í.

Eiga þeir að hætta að berjast í því feigðarfeni sem innrásin í Kúrsk var og ef þeir hætta að berjast – sem þeir myndu vitanlega neyðast til – hvað verður þá um þá, fyrir nú utan það að þeim berast ekki vopn né vistir ef þannig verður gengið frá málunum.

Geta Úkraínar hugsað sér, að þeir verði allir að stríðsföngum Rússa, sem samið yrði síðan um lausn á ,,einhvertíma í framtíðinni“?

Gleymdust þeir, eða er ætlunin að þeir verði ,,skiptimynt“ í samningum framtíðarinnar? Hvernig líður aðstandendum þeirra á meðan ekkert er vitað um hvernig mál þeirra verða afgreidd?

Það er sannarlega mikils virði að reynt sé að koma á friði og vonandi tekst það en augljóst er, að eins og málin standa núna, þá yrði friðurinn afar ótryggur.

Zelensky gasprar að vanda og best væri að menn færu að átta sig á því að þeir sem segja mest og nota flest orð, leysa ekki endilega stór þrætumál.

Það gildir um hann og það gildir líka um utanríkisráðherra íslenska eyríkisins, sem veður um með þusi sem gengur út á að nota sem flest orð til að koma því frá, sem liggur henni á hjarta þá og þá stundina.

Viðleitni Trumps og félaga er virðingarverð en betur má ef duga skal og gera má ráð fyrir að menn Hvíta hússins geri sér grein fyrir því.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig málin þróast næstu daga og við leyfum okkur að vona hið besta, því hver ferð byrjar með einu skrefi og vonandi verða þau fleiri i þessu tilfelli.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Ferðagleði og sjórnun

  Niðurstaðan eftir síðustu kosningar til Alþingis varð, að mynduð var ný ríkisstjórn með nýju fólki sem hefur að mörgu leiti aðra sýn á þjó...