Fréttir hafa borist af því Putin hafi stungið upp á að samið verði um frið milli Úkraínu og Rússlands í Tyrklandi.
Rússnesk stjórnvöld leggja til að samninganefndir Rússlands og Úkraínu komi saman og ræði um frið milli landanna.

Myndir teknar ar vef Russya Today
Hvort af verður, ræðst væntanlega af viðbrögðum úkraínskra stjórnvalda og þeirra sem að baki þeim eru.
Niðurlag fréttarinnar á Russya Today er svohljóðandi í lauslegri þýðingu:
,,Pútín sagði að stjórnvöld í Moskvu væru reiðubúin til viðræðna, sem miðuðu að því að ráðist yrði að rót átakanna og sagðist hafa beðið Ankara um að hýsa viðræðurnar. Til upprifjunar: Árið 2022 náðu stjórnvöld í Moskvu og í Kænugarði saman drögum að friðarsamningi í viðræðum sem fram fóru í Istanbúl. Þar samþykkti Úkraína hlutleysi og hernaðarlegar takmarkanir, en á móti buðu Rússar brotthvarf herliðs og öryggistryggingar. Kænugarður gekk ekki að þeim samningnum vegna þrýstings frá London og Zelensky gaf síðar út tilskipun um að banna sjálfan sig frá öllum samningaviðræðum við Pútín!“
Það kann ekki góðri lukku að stýra ef menn banna sjálfa sig frá viðræðum í deilum, hvort sem er milli þjóða eða einstaklinga, en miðað við það sem heyrst hefur og sést hjá Zelensky, getur vel verið að þetta sé rétt.
Sé tekið mið af því sem ritari hefur séð frá fyrri tíð þess ágæta manns, þá er honum flest tamara en að taka lífinu og tilverunni alvarlega.
Að þessu sögðu er óskandi að hann bregði sér úr hlutverkinu og yfir í alvöruna og gefi sér tíma til að hugleiða málið.
Það er að segja, ef þeir sem að baki honum standa, gefa honum heimild til að fara úr hlutverkinu.
Við þetta er því að bæta að samkvæmt rússneskum fréttum fagnar Trump þessari hugmynd og segir á samskiptavef sínum:
,,…a potentially great day for Russia and Ukraine! Think of the hundreds of thousands of lives that will be saved as this never ending ‘bloodbath’ hopefully comes to an end.”“
Komi þessir menn sér saman um að forða frekara blóðbaði, þá er fyllsta ástæða til að fagna því.