Horft til framtíðar

 Í Morgunblaði dagsins rekst ritari á frásögn af því að fyrrverandi forsetaframbjóðandi hafi tjáð sig á samfélagsmiðli og að verið geti, að hann sé á leið út úr Framsóknarflokknum.

Myndin er úr frétt Morgunblaðsins

Í forsetakosningunum var Halla Hrund Logadóttir í framboði og kom fram á framboðsfundum og sá sem þetta ritar var á einum slíkum.

Þar talaði hún af yfirvegun til fundargesta, kom vel fyrir og mörgum þótti hún álitlegur kostur til embættisins.

Hún starfaði starfaði áður á sviði orkumála og eins og við vitum þarf til þess rökhugsun og því var það, að við vorum mörg sem vorum tilbúin til að styðja hana til forsetaembættisins.

Þannig fór að önnur kona var kosin til embættisins og er fátt við því að segja, því þannig er lýðræðið að sá nær kjöri sem mest fylgi fær.

Á fundinum hafði ritari ekki gert sér grein fyrir að um framsóknarkonu væri að ræða og því fór svo, að honum leyst einna best á nota rétt sinn með því að kjósa Höllu.

Þarna skaust mér heldur betur hugsaði hann síðar, þegar í ljós kom að Halla var ekki hætt í framboði og bauð sig fram til alþingis á vegum Framsóknarflokksins!

Öllum getur víst yfirsést og nú er komið í ljós að Halla finnur sig ekki í stjórnarandstöðunni og skyldi engan undra, sé haft í huga hve illa hún hefur farið út af sporinu að undanförnu.

Öll eigum við leiðréttingu orða okkar og styrkur felst í því að skipta um skoðun ef komist er að þeirri niðurstöðu, að maður hafi haft rangt fyrir sér og þrátt fyrir að í Framsóknarflokknum sé margt ágætisfólk, þá má efast um að framtíð íslenskrar þjóðar sé þar.

Þar með er ekki sagt að fortíðin ein ráði í þeim flokki en að gott pláss sé þar fyrir framtíðina er frekar hæpið, svo vægt sé orðað.

Því er það eðlilegt að sá sem leitað hefur sér fjöru í þeim flokki, snúi sér annað og gott til þess að hugsa að rökhugsandi fólk finni sér annan stað til að vera á.

Við breytum því yfirskrift fréttarinnar og höfum hana svona:
Stigið í væng við framtíðina!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Er ekki kominn tími til að hætta?

  Russya Today  segir frá því að viðræðurnar muni fara fram næstkomandi miðvikudag og vísar í tilkynningu frá forseta Úkraínu (Zelensky). Me...