Grunnskólakerfið er tekið fyrir á mbl.is

 mbl.is segir ekki fagra sögu af stöðu grunnskólakerfisins í grein sem birtist undir yfirsskriftinni „Síða eftir síðu af bulli og vitleysu“.

Vitnað er í Atla Harðarson sem segir ekki fagra sögu af stöðunni

„Við erum með aðal­nám­skrá sem blaðrar bara út og suður um ein­hverja þúsund hluti en seg­ir í raun­inni ekki hvað fólk á að læra,“ seg­ir Atli, sem hef­ur lifað og hrærst í skóla­kerf­inu í fjóra ára­tugi.

Hann lýs­ir því hvernig reglu­lega rjúki menn upp til handa og fóta þegar eitt­hvað sé ómögu­legt í skóla­kerf­inu. 

„Þá ætla þeir að grípa til ein­hverra stór­kost­legra úrræða og þannig hef­ur skól­inn búið við það sem ég vil kalla end­ur­tekna um­bótaplágu. Það er aldrei næði til að skapa starfs­venj­ur, sem mót­ast yf­ir­leitt yfir ein­hvern tíma, því það eru alltaf ein­hverj­ir sem ætla að grípa til ein­hverra risa­stórra björg­un­araðgerða.“

Atli bætir ýmsu fleiru við, sem hægt er að nálgast með því að nota sér tengilinn sem er hér í upphafi þessa pistils.

Það er nöturlegur viðskilnaður sem núverandi ríkisstjórn tekur við eftir þau sem fyrir voru á fleti í skólamálunum og ekki aðeins þar, því í sjónvarpi allra landsmanna var farið yfir stöðuna í ýmsum innviðum sem voru vanræktir, sem er nú verið að reyna að bæta úr.

En við lifurm í voninni um að núverandi ríkisstjórn nái að laga a.m.k. eitthvað af því sem aflaga fór og var trassað í tíð ríkisstjórnarinnar sem hrökklaðist frá við lítnn orðstír í frægum vetrarkosningum.

Ef ríkisstjórnin sem nú situr nær að hrista af sér NATO- og Úkraínu- blætið, þá gæti verð von til að hún hefði tíma og tækifæri til að taka til eftir vinstrigrænu slugsstjórnina sem áður sat við stjórnvölinn en stjórnaði í raun engu, nema ef til vill flugferðum til Abú Dabí og fleiru í þeim dúr.

Var það ef til vill gert til að fólkið sem í ferðina fór ,,gæti séð til sólar“?

Tæplega.

Því glætulaus komu þau til baka og með ekkert í farteskinu, annað en notalega ferð á kostnað þjóðarinnar, en höfðu þó vit á að gefast upp og boða til vetrarkosninga og hafa síðan stundað málþóf sé og sínum til vansa.

Nord Streem II, hvernig voru þær sprengdar?

 Þann 25. ágúst 2025, var og er enn grein í vefmiðlinum Russya Today, þar sem velt er upp ýmslum hliðum þess hvernig hægt hafi verið að sprengja leiðslurnar á eins árangurríkan hátt og gert var.

Búið er að handsama mann sem til stendur að rétta yfir á Ítalíu vegna málsins, en gátan er enn óleyst segir á RT.

Málið kemst aftur í fréttir vegna þess að handsamaður var Úkraíni sem mun heita Kuznetsov sem til stendur að framselja til Þýskalands vegna málsins en því er haldið fram að hann hafi verið stjórnandi sex manna hóps sem framdi skemmdarverkið.

,,Þetta er fyrsta handtakan í máli sem almennt er litið á sem eitt stærsta dæmi um skemmdarverk í iðnaði í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland hófu rannsóknir á málinu, en fyrstu tveimur rannsóknum þeirra landa lauk án þess að neinn þeirra sem grunaðir voru um verknaðinn væri nafngreindur.“ Segir í grein RT.

Rússar eiga 51% hlut í Gazprom, sem ræður meirihluta í Nord Stream One og 100% í Nord Stream 2, en þeir fengu þó hvergi að koma nærri rannsókn málsins og ,,hefur þeim ítrekað verið neitað um aðgang að sönnunargögnunum„, segir þar

Hvað út úr réttarhöldunum yfir Úkraínanum kemur á eftir að koma í ljós en hinn rússneski miðill kafar dýpra í málið og segir spurningar hafa vaknað.

Rifjuð er upp sagan af því, að fólk á skútunni ,,Andromedu“ hafi siglt með sprengiefni út á Eystrasaltið og kafað sísvona með það niður að leiðslunum, komið fyrir kveikibúnaði, forðað sér síðan og siglt á brott.

Við erum ekki stödd í ,,Þúsund og einni nótt“ og það er trúlega ekki mjög líklegt að fólk af götunni taki sig til og vinni verk af þessu tagi, því til þess þarf bæði kunnáttu og búnað.

Köfun niður á 80 metra dýpi er ekki eins og að kafa niður í botn á djúpu löginni í sundlaugunum!

Það er sannarlega hægt að taka undir með hinum rússneska miðli að líkur á að svona hafi verið staðið að verki eru ekki miklar.

Því mun hafa verið haldið fram að Zelensky hafi gefið grænt ljós á verknaðinn en hvort svo hefur verið, skiptir væntanlega ekki nokkru máli ef lýsingin á verkinu stenst skoðun.

Zelensky kann að vera góður í að spila á píanó á sviði og að leika forseta ríkis á heljarþröm en lítið hefur spurst út um þekkingu hans í raungreinum.

Ein kenningin í þessu máli er, að Rússar hafi staðið sjálfir að sprengingunni en ekki er það nú líklegt, því hvers vegna að lóga einni bestu mjólkurkúnni í fjósinu þegar hún er enn í góðri nyt og getur haldið áfram að vera það um langan tíma?

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvað hafi gerst og hverjir hafi verið að verki en að hið úkraínska par hafi sísvona hoppað upp í skútu og stungið sér í froskbúningi niður á 80 metra dýpi til að koma fyrir umtalsverðu magni af sprengiefni með tímastillingu er ótrúlegt.

Að þau hafi síðan brunað upp á yfirborðið og látið sig hverfa hið snarasta án þess að nokkur tæki eftir bramböltinu er enn ótrúlegra.

Hvort sannleikurinn kemur í ljós, í ,,réttarhöldunum“ sem til stendur að halda er vægast sagt ólíklegt en það verður fróðlegt að fylgjast með ,,sýningunni“.

Pistillinn sem gleymdist!

 ,,Selenski segir Putinn hafa unnið sigur" segir í frétt R.T. Líklega vegna þess að sá síðarnefndi mun hitta Trump í Alaska til að ræða málin. M.ö.o. það er sigur að hitta Trump!

Skjámynd 2025-08-10 074035Myndir sem sýna stöðuna eins og hún var nýlega, auk tveggja karla að spjalli!

Það er að mati þess sem þetta ritar, betra en ekki að þeir félagar hittist og ræði málin og eitt sinn var Alaska rússneskt, eða þangað til að blankur(?) rússneskur keisari seldi Bandaríkjunum það.

Vonandi kemur eitthvað gott út úr fundinum og ef það fer svo, þá er það vafalaust vegna þess að Zelensky verður ekki á staðnum, en ekki þrátt fyrir það.

Hann hefur lýst því yfir, að krafa Úkraína sé að Donbass verði allt lagt undir Úkraínu og Krímskagi líka!

Það er erfitt að sjá, að við þeim kröfum verði orðið en það má alltaf láta sig dreyma.

Íbúarnir á svæðinu kusu lausn frá úkraínskum yfirráðum og ef til vill væri réttara að segja:

Kusu að vera hluti af Rússlandi, frekar en að tilheyra Úkraínu, sem segir okkur, að ekki fóru tilburðir Úkraína til að sölsa undir sig svæðið, vel í íbúana á svæðinu.

Þeir sem nenna, geta kynnt sér hvað gekk á í austurhéruðum Úkraínu áður en Rússar ákváðu að grípa í taumana.

Það má gera ráð fyrir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að taka af hálfu Rússa að ráðast inn í landið, enda munum við eftir því að viðvaranir streymdu frá Rússlandi til Úkraínu, áður en gripið var til þess ráðs.

Á þær viðvaranir var ekki hlustað og því er svo komið, að Rússland er enn einu sinni í stríði.

Krímskaginn er eitt þeirra svæða sem deilt hefur verið um í aldir og hafa Tyrkir, Frakkar. Bretar og kannski fleiri, reynt sem þeir gátu til að sölsa skagann undir sig.

Það hefur stundum tekist og stundum ekki og vel getur verið að ritari gleymi einhverjum sem ættu að vera með í upptalningunni!

Hvað sem því líður, þá vonum við að forsetarnir tveir nái að ræða málin til lausnar og þó vonin sé dauf, þá eru orð til alls fyrst og oftast er betra að rætt sé saman um ágreiningsmál.

Eins og sjá má er þetta pistill sem ,,legið hefur í salti" og gleymst!

Ekki segja frá!

 Fréttaveitan Al Jazeera segir frá drápum Ísraelshers á fréttamönnum stöðvarinnar.

Menn afla sér ekki vinsælda, með því að segja frá því sem er að gerast á Gaza og við munum t.d. eftir sænskri stúlku og félögum hennar sem ætluðu að færa sveltandi fólki á svæðinu mat.

Hún var ekki drepin og samkvæmt því sem fréttst hefur, ætlar hún og félagar hennar að reyna aftur.

Tilgangsleysi slíkra ferða er vitaskuld algjört og þó ekki, því viðbrögð Ísraela sýna að eitthvað er að fela en við vitum ekki hvað það er, því allir sem vita vilja, vita um hátterni hins ísraelska hers.

Hér verður því ekki haldið fram, að Hamasliðar séu til fyrirmyndar í sinni framgöngu en þeir hafa þó það til síns máls, að það er verið að ræna fólkið sem þeir berjast fyrir, landi sínu og lifibrauði og lífsafkomunni allri.

Trump hefur lausn á þessu eins og flestu öðru og að hans mati felst hin endanlega lausn í því, að hreinsa Gaza af öllum arabískum íbúum og koma þeim ,,eitthvað annað“, því þá verður hægt að breyta svæðinu í sólstrandarparadís fyrir vestræna og sólþyrsta, til að sólbaða sig á.

Ekkert hefur fréttst af þessari ,,endanlegu lausn“ um talsverðan tíma og ef til vill hefur karlinn talið að hin ,,endanlega lausn“ fælist í því að hitta Putin og reyna að stilla til friðar á austur- evrópsku landsvæði.

Það ætlar hann að gera og ef til vill munu þær Þorgerður og Þórdís leggja þar hönd á friðarplóg.

Þær eru svo góðar í því!!

Skoðanakönnun sem gerð var í Úkraínu

 Í skoðanakönnun sem Gallup gerði, kom í ljós að vilji almennings í Úkraínu er, að komið verði á friði og að styrjöldinni sem nú er ljúki.

Svo sem sjá má hefur stuðningur við stríðsreksturinn minnkað verulega og áhugi fyrir að friður komist á með samningaviðræðum hafi aukist að sama skapi frá því sem var árið 2022.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Þó að flestir Úkraínumenn séu tilbúnir til að sjá fyrir endann á bardögunum, þá búast fáir við því, að þeim ljúki fljótlega.

Almenningur í Úkraínu sér helst fyrir sér, að það verði ESB, Bretland og Bandaríkin sem komi til með að binda enda á stríðið.

Jákvæðni gagnvart Bandaríkjunum hefur minnkað.

Vonir íbúanna um skjóta aðild að NATO er ekki sérlega miklar, því aðeins um 32% þeirra sem spurðir voru, reiknuðu með að landið fengi aðild að NATO á næsta áratug.

Tengill inn á umfjöllun Gallup er í upphafi þessa pistils og þar geta þeir sem áhuga hafa, skoðað niðurstöðurnar betur.

Ritari rakst fyrst á umfjöllun um skoðanakönnunina í vefritinu Þjóðólfi.

Ég má það ef ég get það

 Á BBC.COM er sagt frá viðtali við japanska konu sem býr í Suður Kóreu.

Hún man tímana tvenna og segir frá því sem hún upplifði: Klukkan 08:15 þann 6. ágúst 1945, þegar kjarnorkusprengja féll eins og steinn af himni yfir Hiroshima, þegar Lee Jung-soon var á leið í grunnskóla.

Hin nú 88 ára gamla kona, veifar höndunum eins og hún sé að reyna að ýta minningunni frá sér.

"Faðir minn var að fara í vinnuna en hann kom skyndilega hlaupandi til baka og sagði okkur að fara strax," rifjar hún upp. "Þeir segja að göturnar hafi verið fullar af látnu fólki – en mér var svo brugðið að það eina sem ég man eftir er gráturinn. Ég grét bara og grét."

Lík fórnarlambanna ,,brunnu svo aðeins augu þeirra sáust," segir Lee, þegar sprenging sem jafngildir 15.000 tonnum af TNT var varpað á 420.000 manna borg. Það sem eftir stóð í kjölfarinu voru lík sem voru of illa farin til að hægt væri að bera kennsl á þau.

"Kjarnorkusprengjan... Þetta er svo ógnvekjandi vopn."

Og í dag er verið að gæla við kjarnorkuvopn og það er sama ríkið og það eina, sem hefur beitt þeim sem gerir það.

Þeir segjast hafa siglt tveimur kjarnorkukafbátum nær Rússlandi, væntanlega til að reyna að þvinga Rússa til að láta undan ,,stjórn" Úkraínu.

Þeir sem nú hóta beitingu kjarnorkuvopna eru sömu þjóðar og sú eina sem hefur beitt þeim á aðra þjóð, að því frádregnu hvernig yfirgangur og skeytingarleysi hefur ráðið för í tilraunum með þessi vopn á Kyrrahafseyju.

Ég má það ef ég get það, er leiðarstefið sem farið er eftir og þeirra er mátturinn en tæpast dýrðin enda stríðsslóðin löng.

Þeir sviku samninginn sem gerður var í Höfða, samning sem kynti undir bjartsýni um að friður og kyrrð gæti orðið í kjölfar þess að þjóðirnar tvær sammæltust um friðarviðleitni sem ekki byggðist á ógnarjafnvægi.

Eitt er það þó sem gengur sæmilega og það er samstarf um rekstur alþjóðlegu geimstöðvarinnar svokölluðu, en um árabil þurftu Bandaríkin að treysta ,,vinum" sínum Rússum fyrir því að flytja áhafnir til og frá geimstöðinni.

Á því er orðin breyting, þar sem rakettur Musks einkafjandvinar Trumps virka orðið, þannig, að fyrir nokkrum dögum tókst að skipta um áhöfn án vandræða, svo vitað sé.

Hvort á því verður framhald er ekki gott að segja; jafnvægi forseta Bandaríkjanna er lítið sem ekkert og hann virðist tala án þess að hugsa, ef hann getu þá hugsað einhverja eðlilega og sæmilega rökrétta hugsun.

,,Oft ratast kjöftugum satt á munn" segir í íslensku máltæki en í tilfelli Trumps er í mesta lagi hægt að segja að það komi einstöku sinnum fyrir.

Þetta er veruleikinn sem við búum við í heimsmálunum og óvissan hefur ekki verið meiri í langan tíma.

Að kjarnorkuveldi hóti öðru kjarnorkuveldi, þó ekki sé nema undir rós er vítavert og ýtir heimsbyggðinni út á brún hyldýpis.

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...