Nord Streem II, hvernig voru þær sprengdar?

 Þann 25. ágúst 2025, var og er enn grein í vefmiðlinum Russya Today, þar sem velt er upp ýmslum hliðum þess hvernig hægt hafi verið að sprengja leiðslurnar á eins árangurríkan hátt og gert var.

Búið er að handsama mann sem til stendur að rétta yfir á Ítalíu vegna málsins, en gátan er enn óleyst segir á RT.

Málið kemst aftur í fréttir vegna þess að handsamaður var Úkraíni sem mun heita Kuznetsov sem til stendur að framselja til Þýskalands vegna málsins en því er haldið fram að hann hafi verið stjórnandi sex manna hóps sem framdi skemmdarverkið.

,,Þetta er fyrsta handtakan í máli sem almennt er litið á sem eitt stærsta dæmi um skemmdarverk í iðnaði í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland hófu rannsóknir á málinu, en fyrstu tveimur rannsóknum þeirra landa lauk án þess að neinn þeirra sem grunaðir voru um verknaðinn væri nafngreindur.“ Segir í grein RT.

Rússar eiga 51% hlut í Gazprom, sem ræður meirihluta í Nord Stream One og 100% í Nord Stream 2, en þeir fengu þó hvergi að koma nærri rannsókn málsins og ,,hefur þeim ítrekað verið neitað um aðgang að sönnunargögnunum„, segir þar

Hvað út úr réttarhöldunum yfir Úkraínanum kemur á eftir að koma í ljós en hinn rússneski miðill kafar dýpra í málið og segir spurningar hafa vaknað.

Rifjuð er upp sagan af því, að fólk á skútunni ,,Andromedu“ hafi siglt með sprengiefni út á Eystrasaltið og kafað sísvona með það niður að leiðslunum, komið fyrir kveikibúnaði, forðað sér síðan og siglt á brott.

Við erum ekki stödd í ,,Þúsund og einni nótt“ og það er trúlega ekki mjög líklegt að fólk af götunni taki sig til og vinni verk af þessu tagi, því til þess þarf bæði kunnáttu og búnað.

Köfun niður á 80 metra dýpi er ekki eins og að kafa niður í botn á djúpu löginni í sundlaugunum!

Það er sannarlega hægt að taka undir með hinum rússneska miðli að líkur á að svona hafi verið staðið að verki eru ekki miklar.

Því mun hafa verið haldið fram að Zelensky hafi gefið grænt ljós á verknaðinn en hvort svo hefur verið, skiptir væntanlega ekki nokkru máli ef lýsingin á verkinu stenst skoðun.

Zelensky kann að vera góður í að spila á píanó á sviði og að leika forseta ríkis á heljarþröm en lítið hefur spurst út um þekkingu hans í raungreinum.

Ein kenningin í þessu máli er, að Rússar hafi staðið sjálfir að sprengingunni en ekki er það nú líklegt, því hvers vegna að lóga einni bestu mjólkurkúnni í fjósinu þegar hún er enn í góðri nyt og getur haldið áfram að vera það um langan tíma?

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvað hafi gerst og hverjir hafi verið að verki en að hið úkraínska par hafi sísvona hoppað upp í skútu og stungið sér í froskbúningi niður á 80 metra dýpi til að koma fyrir umtalsverðu magni af sprengiefni með tímastillingu er ótrúlegt.

Að þau hafi síðan brunað upp á yfirborðið og látið sig hverfa hið snarasta án þess að nokkur tæki eftir bramböltinu er enn ótrúlegra.

Hvort sannleikurinn kemur í ljós, í ,,réttarhöldunum“ sem til stendur að halda er vægast sagt ólíklegt en það verður fróðlegt að fylgjast með ,,sýningunni“.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Fundurinn í Moskvu

  Í umfjöllun á BBC.COM er fjallað um samningaviðræðurnar um ófriðnn milli Úkraínu og Rússlands, þ.e.a.s. þann hluta þeirra sem fram fór í ...