Efling?

Í Kjarnanum birtist frétt sem ber yfirskriftina ,,Tíu staðreyndir um hlutafjárútboð Icelandair" þann 16. september 2020, en þann dag hófst útboðið samkvæmt því sem þar segir.

Áður en til þessa kom var þjóðinni boðið upp á heilmikinn farsa varðandi viðbrögð við endurreisn félagsins: Illa gekk að ná samningum við flugfreyjur og nýframsprottnir ,,sósíalistar" töldu sig þurfa að hafa sitt um það að segja hvernig félagið yrði endurreist.

2021-11-06 (6)Það hafði af einhverjum ástæðum farið framhjá þeim að árið var 2020 en ekki 1918; þeir höfðu með öðrum orðum misst úr um það bil eina öld, en voru samt ekki staddir austur í Rússlandi, þó gera megi ráð fyrir að þar hefðu þeir helst viljað vera og alls ekki í nútíma.

Sólveig Anna Jónsdóttir varð formaður Eflingar í apríl 2018, ekki 1918, og á vef félagsins kemur fram að 16578 félagsmenn hafi verið á kjörskrá og að listi Sólveigar hafi fengið 2099 atkvæði af 2618.

Af þessu má sjá að þátttaka félagsmanna í kosningunum hefur verið afar lítil og hvort það var vegna þess að þeir voru staddir í nútíma en ekki fortíðinni verður ekki dæmt um hér.

....

 

 

2021-11-06 (3)Björn Bjarnason hefur tekið saman í texta hina sérkennilegu atburðarás sem við höfum orðið vitni að hjá verkalýðsfélaginu Eflingu síðustu daga. Greinin ber yfirskriftina ,,Sósíalistar hrópaðir út úr Eflingu" og birtist hún í Morgunblaðinu 6.11.2021.

Mikið hefur samkvæmt því sem lesa má í fréttum þessa dagana gengið á í verkalýðsfélaginu, mörg spjót verið á lofti og svo fór að bæði formaður og framkvæmdastjóri hættu hjá félaginu.

Hvort það sé skaði fyrir verkalýðsbaráttuna á eftir að koma í ljós, en sé tekið mið af því að mörg önnur félög starfa hnökralítið, þá er alls ekki víst að svo sé.

Fréttirnar sem borist hafa benda til þess að starfsemi Eflingar sé umsvifamikil og nægir það að vitna til viðtals sem Kjarninn birtir við formanninn sem hætti í skyndingu.

Þar segir Sólveig að mistökin sem hún hafi gert séu þau að hún hefði þurft ,,[...] að verið meira kallinn, að vera ekki meiri stjóri stjóri"

Hjá Eflingu heyrast ,,hlátrasköll" og eftir því sem segir í viðtalinu eru ,,eiginlega allir starfsmenn með 700 þúsund krónur á mánuð, líka ósérhæft skrifstofufólk" og að það sé það sem almennt sé, að fólk á skrifstofunni hafi í laun, auk matar og kaffibrauðs.

Með því að telja saman starfsmenn á heimasíðu Eflingar er hægt að komast að því að starfólk félagsins sé tæplega 60 og launakostnað félagsins geta menn síðan reiknað út með því að margfalda saman fjölda starfsmanna og laun þau sem Sólveig segir að greidd séu, en þó gott betur vegna þess að samkvæmt Sólveigu eru ,,eiginlega allir starfsmenn með yfir" 700 þúsund. 

Ekki kemur fram hver meðallaun umbjóðenda verkalýðsfélagsins eru, en það væri satt að segja fróðlegt að fá það fram.

Verkalýðsfélagið Efling gætir hagsmuna fólks sem almennt er ekki talið til hátekjufólks, gætir hagsmuna verkalýðsins sem félaginu tilheyrir.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...