Möguleikar til orkuskipta


Guðmundur Pétursson skrifar áhugaverða grein í Morgunblaðið 9.11.2021, þar sem hann fjallar um möguleikana sem við eigum í orkumálunum og þeir eru svo sannarlega allnokkrir  og eftirspurnin verður trúlega mikil.
Guðmundur bendir á í upphafi greinar sinnar að metan sé innlent og ódýrt eldsneyti og kolefnishlutlaus orkugjafi og að bensín sé mun dýrari orkugjafi og bendir líka á að nú þegar séu um 400 farartæki knúin af metani. (CH4)
Grein Guðmundar verður ekki rakin frekar hér, en fyllsta ástæða er til að benda áhugafólki um orkuskipti á að lesa hana, hún er bæði fróðleg og upplýsandi.
Flest bendir til að framtíð okkar sé frekar björt varðandi orkumálin og orkuskipti og sérstaklega verður svo ef ráðamenn þjóðarinnar bera gæfu til að að snúa sér að þeim málum af alvöru en ekki sýndarmennsku eins og talsvert hefur borið á og er niðurgreiðsla á rafdrifnum lúxusbílum fyrir þá efnameiri ljóst dæmi þar um, auk þess að blandað hefur verið svokölluðum lífeldsneytisgumsi saman við eldsneytið í einhverju afbötunarskini.
Vonandi koma þeir tímar að horft verði til raunverulegra vísindamanna með þekkingu og menntun á málunum og að horfið verði frá þeirri glamurstefnu sem dýrkuð hefur verið og knúin áfram af Vinstri grænum og öðrum sem gagnrýnislítið eða laust fylgja sjónarmiðum þeirra. 




 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...