Raforkuskorturinn og vatnið

 

2022-01-22 (6)Búið að taka Herjólf úr sambandi og nú mun hann sigla á hinni voðalegu jarðolíu.

Hvað sem þessu líður, stígur fram sprenglært fólk sem heldur því fram að best sé að virkja ekki meira, nóg sé komið og allt sé í besta lagi, í besta raforkuheimi allra heima.

Bóndi sem ég var í sveit hjá sem barn, ráðlagði vinnumanni sínum, er hann sagði frá því að hann ætlaði í háskóla: Lærðu bara ekki hagfræði og ekki læra yfir þig!

Ég er ekki viss um að ég taki undir þetta með hagfræðina; hef ekki orðið var við að hagfræðingarnir haldi því fram að orkuforði raforkuvera sé teygjanlegt hugtak, sem fari eftir því einu hvað sagt er. 

Það er hins vegar alvarlegt mál ef firringin í samfélaginu er orðin svo mikil að jafnt lærðir sem ólærðir, halda því fram að framleiðslugeta orkuveranna fari alls ekki eftir því sem talið hefur verið, heldur sé eitthvað sem hægt sé að hafa smekk fyrir og fari fyrst og fremst eftir því hvað viðkomandi finnist um málið.

Sé sem sagt huglægt fyrirbrigði sem ekki sé hægt að leggja mat á samkvæmt reglum eðlisfræðinnar og megi jafnvel ramma inn með eftirfarandi:

Að það sé alveg hreint voðalegt að láta rennandi vatn fara í gegnum hverfla áður en það rennur til sjávar, því það megi alls ekki meiða vatnið með því að vinda úr því orkuna!

(Myndin með færslunni er af frétt Morgunblaðsins)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...