Enn um úkraínumálið

 

Málefni Úkraínu eru mikið í umræðunni þessa dagana sem vonlegt er. 

Einn þeirra sem um þau fjallar er Geir Waage fyrrverandi prestur. Geir birti grein sína í Morgunblaðinu í dag, þ.e. 21. mars.

Mikill hvellur er orðinn á samfélagsmiðlum, a.m.k. Facebook, vegna viðtals Egils Helgasonar við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta. Undirritaður horfði á viðtalið við Ólaf og fannst sem hann væri raunsær og lausnamiðaður í því spjalli og vitnaði hann nokkrum sinnum í Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna í viðtalinu.

Geir er á svipuðum slóðum í grein sinni og segir meðal annars:

,,Vorið 2014 ritaði Henry Kissin­ger grein í Washingt­on Post sem hann nefndi: „Til að leysa vanda Úkraínu þarf að byrja á end­in­um.“ Átök voru þá haf­in í Aust­ur-Úkraínu. Kænug­arðsstjórn af­nam sjálf­stjórn­arrjett­indi Luhansk- og Do­netsk-hjeraða og Rúss­ar í hjeruðunum gripu til vopna. Rúss­ar á Krím höfðu í at­kvæðagreiðslu sagt sig til Rúss­lands. Þarna var haf­inn sá ófriður er nú er orðinn að stríði Rússa og Úkraínu­manna“

Geir minnir á að Kissinger hafi sagst hafa ,,orðið vitni að fjórum styrjöldum sem allar hefðu hafist með miklum stuðningi heima fyrir.“ Vandinn sé ekki að hefja stríð, heldur að ljúka stríðum.

Fyrrnefndur Bandaríkjamaður mun hafa haldið því fram að Úkraína ætti hvorki að halla sér til austurs né vesturs heldur mynda brú þar á milli; Rússar verði að virða landamæri Úkraínu og ,,Vesturveldin“ að gæta þess að landið verði ekki í þeirra augum ,,útland“.

Síðar í grein sinni segir Geir að allt sé nú þetta undir Úkraínumönnum komið og minnir á að vesturhluti Úkraínu hafi til orðið í samkomulagi þeirra Hitlers og Stalíns og að Krím hafi orðið hluti af Úkraínu þegar ,,Úkraínumaður­inn Krút­sjoff gaf landið í til­efni þess, að 300 ár voru liðin síðan kósakk­ar gerðu banda­lag við Rússa­keis­ara.“ 

Sagan segir að það hafi verið gert, þegar sá vel skóaði maður hafi verið verið góðglaður eða jafnvel rúmlega það.

Geir rifjar upp að Úkraína hafi verið undir ,,erlendri yfirdrottnun síðan á 14. öld“ nú orðin sjálfstæð og svo hafi verið í 23 ár.

Grein sinni lýkur Geir með birtingu eftirfarandi tillagna Kissingers:

,,Kissin­ger legg­ur til, að all­ir aðilar gæti eft­ir­far­andi sjón­ar­miða:

1. Úkraínu­menn velji sjálf­ir viðskipta- og stjórn­mála­tengsl sín, þar með talið gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

2. Úkraína gangi ekki í NATO.

3. Úkraínu­menn ráði sjálf­ir stjórn­ar­fari sínu í sam­ræmi við vilja þjóðar­inn­ar. Skyn­sam­ir leiðtog­ar muni leita sam­komu­lags and­stæðra fylk­inga. Á alþjóðasviði skyldu þeir fara að for­dæmi Finna sem sjeu ein­dregn­ir sjálf­stæðissinn­ar, en starfi með vest­ræn­um þjóðum og gæti þess að sýna Rúss­um enga óvild.

4. Ekki verði á það fallizt að Rúss­ar hafi inn­limað Krím. Þeir verði að virða full­veldi Úkraínu yfir Krím, en Úkraína verði að styrkja sjálf­stjórn Krím­verja sem bor­in verði und­ir at­kvæði und­ir alþjóðlegu eft­ir­liti. Staða flota­stöðvar Rússa í Sevastopol verði ekki ve­fengd.

Sýn hins reynda stjórn­mála­manns og margra annarra banda­rískra diplómata og há­skóla­manna var síðan gjör­sam­lega fyr­ir borð bor­in. Evr­ópu­sam­bandið og NATO reri þá og æ síðan að inn­limun Úkraínu í Evr­ópu­sam­bandið og NATO. Sú stefna hef­ur nú leitt til ár­ang­urs sem seint verður bætt­ur.“

Og getur nú góða, réttsýna og vitra fólkið farið að beina spjótum sínum að guðsmanninum!

Ritháttur Geirs látinn halda sér í beinum tilvitnunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...