Vanja frændi

 


Macdonald opnaði með pompi og pragt og hamborgaraáti Davíðs Oddssonar í Reykjavík á sínum tíma.

Lifði í 16 ár og svo var það gengið yfir.

Nú berast af því fréttir, að slíkir staðir séu búnir að loka í Rússlandi, líklega í mótmælaskyni við innrás Rússa í Úkraínu.
Íslendingar hafa trúlega ekki verið nægilega spenntir fyrir japlinu á þessu nýmeti og því fór sem fór.

Árið 2020 lokaði keðjan 200 stöðum í Bandaríkjunum.

Og nú opna þeir að nýju í Rússlandi undir nafninu Vanja frændi.
Rússar eru þekktir fyrir að gefast ekki upp og svo sannarlega hafa þeir lent í mörgum hremmingum á liðnum tíma, hremmingum sem stafað hafa af undarlegri hugmyndafræði, svo vægt sé tekið til orða, en einnig hafa þeir þurft að standa af sér utanaðkomandi ógn svo sem alkunnugt er.

Nú var ógnin, ef ógn skyldi kalla, að bandarísk skrumframleiðsla var ekki lengur í boði.
Hvað gera Rússar þá?
Jú, gefa fyrirbærinu nýtt nafn og allt gengur síðan sinn vanagang.

Hvort ritstjóra Morgunblaðsins verður boðið í rússneskt hamborgarapartí í tilefni af uppákomunni fylgir ekki sögunni.
Líkar þetta
Skrifa ummæli

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...