Undirritaður kann ekkert fyrir sér í hernaði og veit að oftast, ef ekki alltaf, eru það almennir borgarar sem líða fyrir; átti von á því að þegar Rússar réðust inn í Úkraínu: að þá myndu herir landanna takast á.
Átökin hafa sjálfsagt, að einhverju leiti farið þannig fram, en erfitt er að skilja hvers vegna verið er að ráðast á íbúðarblokkir og aðra mannabústaði.
En svona ganga styrjaldir fyrir sig, það höfum við séð svo lengi sem við munum og reyndar vel aftur fyrir það.
Það er náttúrulega mun auðveldara að ráðast á þau sem eru varnarlaus og svo eitt dæmi sé tekið úr fortíðinni: þá þjónaði það víst ekki nokkrum tilgangi að ráðast á Dresden úr lofti í síðari heimstyrjöldinni, öðrum en þeim að brjóta niður, leggja í rúst og brenna til grunna.
Og fyrst minnst er á ,,tilgang" í styrjöldum og þar á meðal þeirri árás, þá mun það hafa verið tilgangurinn, að brjóta niður baráttuþrek Þjóðverja.
Ætli það sé ekki sú ,,göfuga" hugsun sem ræður nú för. Ekki má maður gera ráð fyrir að þjálfaðir og ,,agaðir" herir skjóti bara á hvað sem er, svona til að gera eitthvað frekar en ekki neitt!
En við höldum í vonina og hér heldur forseti Úkraínu því fram að kröfur Rússa séu að verða raunsærri.
Ef til vill er búið að eyðileggja nóg, drepa nóg, og menn vilji fara að vinda ofan af vitfirringunni.
Eftirfarandi setningar eru úr umfjöllun DW:
,,Speaking to the Russian RBC news outlet, Lavrov said that though peace talks with Ukraine were not easy, there was hope for compromise.
"I am guided by the assessments given by our negotiators. They say that the negotiations are not easy for obvious reasons. But nevertheless, there is some hope of reaching a compromise," Lavrov said.
He said that sticking points included not only the issue of the neutrality of Ukraine but also the usage of the Russian language in the country and what he called the question of freedom of speech."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli