Hér eru nokkur atriði sem vekja athygli og þyrfti að skýra betur:
,,Samningaviðræður um frið milli Úkraínu og Rússlands halda
áfram í dag en embættismenn beggja ríkja segjast hóflega bjartsýnir á jákvæðar
niðurstöður. Fátt er til marks um að afstaða Vladimírs Pútín Rússlandsforseta
hafi breyst."
Er það einungis Putin sem þarf að breyta afstöðu sinni,
þegar sest er að samningaborðinu? Er það þannig sem samningar ganga fyrir sig
þegar tveir deila?
Við munum að ,,sjaldan veldur einn þegar tveir deila“.
,,Ekkert virðist heldur draga úr árásum rússneskra hersveita
á skotmörk víðsvegar um land. Í gær var gerð hörð atlaga að heræfingastöð í
Yavoriv um fimmtíu kílómetra suðvestur Lviv um tuttugu og fimm kílómetra frá
landamærunum að Póllandi.
Stöðin sem notuð hefur verið til heræfinga var sett á
laggirnar árið 2007 og alþjóðlegar hersveitir hafa iðulega aðsetur þar."
Er hér komið fram það sem Rússar hafa verið að halda fram
varðandi útþenslu NATO til austurs og í átt að Rússlandi? Og það sem maður
hefur talið vera rússneskan áróður!
Stöðin er, eftir því sem hér segir, búin að vera til staðar
frá 2007. Hverjar og hvaðan eru þessar ,,alþjóðlegu hersveitir" sem ,,hafa
iðulega aðsetur þar"?
Ýmislegt hefur verið sagt af hálfu stríðsaðila og ekki
alltaf gott að átta sig á því öllu, en gæti hér verið um að ræða eina þeirra
nála sem vöktu upp björninn, sem nú æðir um úrillur og fúll og hættulegur, rifinn
upp af vetrardvalanum.
Ekki er gott að egna illt skap, segir íslenskur málsháttur.
Var verið að því? Var verið að ögra og voru það utanaðkomandi aðilar, þ.e.a.s.
ekki Úkraínar sem voru að því, nema að því marki að þeir heimiluðu gjörninginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli