Olía ófriður og friður


Mynd af Morgunblaðssíðu.
Tók olíu á bílinn og rétt er það, að olían er

orðin mun dýrari en hún var og var hún þó nógu dýr fyrir.

Slík er staðan í fjölmörgum ríkjum eftir að menn sem við höfum treyst til að fara fyrir þjóðum, ákváðu að búa til skort á olíu og fjölmörgu fleiru, með svokölluðum efnahagsþvingunum.

Þvingunum sem sagðar eru til að þvinga Rússa en gera það ekki.

Skortur varð til með aðgerðum sem gripið var til í fljótræði eftir innrás Rússa í Úkraínu; aðgerðum sem hjálpa Úkrainu ekkert en bitna á almenningi í löndunum sem þátt taka.

Auk þess var tækifærið gripið til að hleypa lífi í vopnaframleiðslu með því að gefa Úkraínumönnum vopn af ýmsu tagi sem eru greidd með peningum skattborgara þeirra landa þar sem þau eru framleidd.

Hvað átti þá að gera fyrir Úkraínu, er eðlilegt að spyrja.

Erfitt er að svara, því í fyrsta lagi er auðvelt að vera vitur eftirá, en líka vegna þess, að það er ekki auðvelt að grípa inn í þegar þolinmæði stóra ríkisins þ.e. Rússlands, er þrotin.

Forseti Frakklands reyndi sem hann gat að stilla til friðar, en virtist fá dræmar undirtektir frá Úkraínumönnum sem alltaf hafa lagt upp með það að ætlunin sé að sigra í stríðinu hvað sem það kosti.

Rússar virtust vera viljugri til viðræðna, hvort sem hugur fylgdi máli eða ekki, en það versta er að lítill sem enginn stuðningur barst frá svokölluðum vestrænum þjóðum (NATO), við þessari viðleitni Frakklandsforseta.

Í raun er þetta leikur kattarins að músinni og snýst málið um, hve lengi músin tórir við þessar ömurlegu kringumstæður.

Lítið hefur heyrst frá Sameinuðu þjóðunum og trúlega er það einn allsherjar misskilningur að það fyrirbrigði hafi verið búið til, í þeim tilgangi að stuðla að heimsfriði m.m.!

Það er verið að drepa og limlesta fólk, hermenn og almenna borgara og börn og ekkert er gert nema ,,þvinga" Rússa og moka hergögnum í Úkraína.

Hvorugt stuðlar að friði, heldur þvert á móti, er verið að egna til ófriðar.

Að menn setjist niður og ræði málin og reyni að komast að niðurstöðu um það sem þeir geta sæst á að verði að vera, hlýtur að vera undirstaða að friði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...