Aleinn heima

 


Að vera ,,aleinn heima".

Það er ekki oft sem ég hef verið í þeirri stöðu.

Ákvað að fá mér eitthvað á grillið og sjá hvort ég gæti ekki gert gott úr stöðunni.

Valið snerist fljótlega um: annars vegar forkryddaðaðan svínahnakka frá Stjörnugrís og hinsvegar breiðborð og langborð af lambakjöti frá hinum og þessum, í versluninni Krónunni á Selfossi.

Ég er alinn upp á lambakjöti en ákvað að taka svínahnakka, vitandi að ekki væri á visan að róa varðandi lambakjötið og þar að auki var það í kvöldmatinn í gærkvöld.

Að vísu keypt frá völdum framleiðanda og var svo sannarlega gott.

Ég tengi svínakjöt með réttu eða röngu við Þýskaland og ákvað að hafa með því þýskan bjór.
Skemmst er frá því að segja að kjötið var svo gott að nóg er eftir af bjórnum til að dreypa á yfir sjónvarpinu.

Takk feðgar í Stjörnugrís!
Og takk fyrir gömul og góð kynni!

Ps. Ekkert var með kjötinu nema Bernessósa frá Hamborgarafabrikkunni og sæt kartafla smátt brytjuð!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...