Á miðlinum Russia Today, sem mun vera haldið úti af rússneskum stjórnvöldum, er grein undir yfirskriftinni:
,,Zelensky, 2022, Stalin 1942: the US propaganda machine can easily make heroes, but it can quickly change the script".
Sem á okkar máli gæti verið:
,,Zelensky, 2022, Stalín 1942: áróðursvél Bandaríkjanna býr til hetjur með auðveldum hætti, en getur breytt uppskriftinni snögglega".
Rétt er að geta þess að greinin er nokkuð löng, en samt vel þess virði að lesa, hafi maður áhuga á að kynna sér sjónarmið rússneskra stjórnvalda, eða a.m.k. þess sem skrifar greinina, þ.e: Tony Cox bandarísks blaðamanns sem unnið hefur hjá ýmsum miðlum eftir því sem þar segir.
(Á Linkedin kemur fram að hann starfar fyrir RT. Myndir sem hér fylgja eru úr grein Tony Cox.)
Grein sína byrjar Tony á að minna á, að kærleikar Bandaríkjanna við forseta Úkraínu og hersveita þess ríkis, minni á upphafningu Jósefs Stalíns á sínum tíma og að upphafning Zelensky minni á hvernig bandaríska stjórnmálastéttin og vestrænir fjölmiðlar, hafi upphafið Georgíumanninn forðum tíð.
Forseti Úkraínu og hans lið sé dregið upp sem lið frelsisins og baráttunnar fyrir því og sem ,,hetjulegir vinir sem styðja þurfi". Um sé að ræða frelsisbaráttumenn sem séu að bjarga lýðræðinu frá árásum illra afla og það þó svo að þeir sem með mál fara í Kænugarði geri hvort tveggja, að banna stjórnarandstöðuflokka og þaggi niður í fjölmiðlum og öðrum þeim sem líklegir séu til gagnrýni.
Newsweek og AP lýsi Zelensky sem hetju sem leggja megi að líku við Churchill með þeirri undantekningu að CNN sé ekki alveg á þeim nótum, enda vandséð hvar finnast muni maður sem jafnast geti á við Churchill heitinn.
Churchill var ekki metinn að verðleikum að styrjöldinni lokinni.
En ef til vill verður Zelensky hafinn til vegs og virðingar þegar tímar líða, fyrir það að hafa bannað gagnrýni og að hafa látið handtaka pólitískra andstæðinga.
Eftir því sem fram kemur í grein þeirri sem nefnd var til sögunnar hér í upphafi, var Churchill bæði heimsvaldasinnaður, en líka lýðræðissinnaður maður og þar með nokkuð ólíkur manninum sem fram kemur nú sem forseti Úkraínu.
Tony minnir okkur á sem gleymt höfum, að Churchill tapaði kosningum og missti embættið eftir að hafa unnið sinn stóra sigur á stríðstímunum!
Churchill og Roosevelt fegruðu Stalín, en hann var ekki talin til fyrirmyndar áður en nasistaher Þjóðverja undir forystu Hitlers réðst inn í Sovétríkin.
Tony Cox kemst að þeirri niðurstöðu að í raun hafi ekki verið meiri munur á Hitler og Stalín en sá sem fólst í stærð yfirskeggja þeirra!
Margir Bandaríkjamenn munu hafa haft áhyggjur ,,af því að berjast við einn fjöldamorðingja (Hitler) með hjálp annars (Stalíns)" og mun sagnfræðingurinn Albert Marrin hafa komist að þeirri rökréttu niðustöðu að ,,þeir hafi báðir tveir verið sömu kaldrifjuðu skrímslin" og ætli flestir geti ekki nú orðið tekið undir það?
Í greininni er rifjað upp að Bandamenn töldu nauðsynlegt að hafa Rússa með í styrjöldinni til að nasistaherinn væri upptekinn við glímuna við þá og það lið sem þar væri teppt berðist ekki í vestri á meðan og minnt er á, að mannfall Þjóðverja í Sovétríkjunum var gríðarlegt.
Rétt eins og nú á tímum skiptu fjölmiðlar miklu máli varðandi það að draga upp ,,rétta" (en samt ranga!) mynd af samherjanum og Stalín var sýndur sem ,,Jói frændi", sagður traustur bandamaður og hugrakkur og birtust af honum myndir á forsíðum blaða og þ.á.m. þrisvar á tímaritinu ,,Time" sem gekk svo langt að útnefna Stalín ,,mann ársins" í janúar 1943.
Dregin var upp sú mynd af rússneska hermanninum að hann væri vinur góður og reyndar er ekki nein ástæða til að afgreiða þátttöku hins almenna Sovétborgara öðru vísi en svo hafi verið.
Er bæði afstæður og teygjanlegur svo sem sýnt hefur verið fram á.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli