Skýrsla til að fá ,,rétta" niðurstöðu.




Miðað við það sem á hefur gengið er samdráttur í kornframleiðslu í landinu mun minni en búast hefði mátt við.

Getur verið að ástandið í Donbass, fyrir ,,hina sérstöku hernaðaraðgerð" hafi verið orðið þannig að lítill friður hafi verið til kornræktar á því svæði?

Það gæti verið miðað við það litla myndefni sem barst þaðan á sínum tíma.

Ýmislegt fleira í þessari grein orkar tvímælis, eða að minnsta kosti passar ekki við það sem áður hefur komið fram. Svo er að skilja sem sveltandi þjóðir hafi verið í forgangi varðandi kornútflutninginn frá Úkraínu. Það stangast á við það sem áður hefur komið fram og má geta þess að Rússar hafa verið að senda skipsfarma til sveltandi þjóða m.a. vegna þess að þeir bárust ekki til þeirra frá Úkraínu.

Ónákvæmni gætir líka þar sem segir frá opnuninni á útflutning frá Úkraínu, sem um var samið við Rússa og Úkraína með milligöngu Sameinuðu þjóðanna og Tyrkja. Hafnirnar sem þurfti að opna voru úkraínskar og það voru Úkraínar sem höfðu lokað þeim með tundurduflagirðingum og væntanlega var það gert til að Rússar kæmust ekki þar inn.

Í niðurlagi greinarinnar er sagt frá því hver tilgangurinn sé með skýrslugerðinni.
Gera má ráð fyrir að þar sé komin skýringin á niðurstöðunni; tilgangurinn er að færa til bókar stríðsglæpi og voðaverk sem skrifa megi á Rússa í þessu ömurlega stríði.

Stríði sem líkt og önnur slík, er þannig að tilgangurinn helgar meðalið og sannleikurinn týnist fyrstur af öllu og ef rétt er hér greint frá, þá hefur tekist ágætlega til við að búa til enn eina frétt um skýrslu, sem virðist eiginlega ekki segja eitt né neitt annað en það, sem skýrsluhöfundar vilja að komi fram, þ.e.a.s. stríðsglæpir og voðaverk Rússa.

Stríðsglæpi og voðaverk er gott að rannsaka og skrifa um skýrslur, en verra er, ef niðurstaðan er fyrirfram ákveðin!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...