Sprengdar og gataðar gasleiðslur

 The Guardian, um sprenginguna á Nord Stream 1&2.

Enn veit enginn neitt með vissu, nema úkraínskar og pólskar blaðurskjóður, sem telja sig flest vita, en vita trúlega minnst.

Svo getur líka svo sem verið að þeir viti meira en þeir vilja að komi í ljós og að það sé ástæðan fyrir blaðrinu: að það þurfi að breiða yfir eitthvað.

2022-09-28 (2)Hvort málið upplýsist með trúverðugum hætti  veit enginn á þessari stundu og þeir einu sem vita þegja þunnu hljóði, hverjir sem þeir eru.

Hin hliðin er síðan sú, að ekkert gas streymdi um leiðslurnar af pólitískum ástæðum og því er vandséð hver hefur hag af því að valda þessu tjóni.

Fram hefur komið að CIA hafi varað við því að möguleiki á skemmdarverki gæti verið fyrir hendi, en hver og hvenær og hvers vegna, kom ekki fram svo sérlega trúverðugt væri, þ.e.a.s. nema að Rússar myndu fremja verknaðinn af illsku sinni.

En þeirra hagur er einmitt að geta selt gas sem um leiðslurnar fer, eða réttara sagt færi, ef fyrir það væri greitt með eðlilegum hætti.

Aðrir hafa giskað á að Bandaríkjamenn hafi unnið verknaðinn til að tryggja sér gassölu til Evrópu til einhverrar framtíðar.

Að vænlegt sé að stunda gasflutninga yfir Atlantshafið með skipum til lengri tíma er vandséð.

2022-09-28 (3)Allt sem fram hefur komið varðandi þetta mál eru vangaveltur enn sem komið er og stenst illa skoðun. Eins og bent hefur verið á, þá er er ekki einfalt mál að ,,læðast" á kafbát til að fremja verknað af þessu tagi og ugglaust snúið að gera hann bæði ósýnilegan og hljóðlausan!

Sumt í umræðunni minnir á fimbulfamb Úkraína um að Rússar séu svo heillum horfnir í stríðinu að þeir séu í sífellu að gera árásir á sjálfa sig svo sem á kjarnorkuverið í Zaprizhzhia og síðan núna við Borgundarhólm!

Að þeir séu svo heillum horfnir að þeir séu líka teknir til við að ráðast á mannvirki sem þeir eiga mikið undir að sé til staðar og virki svo sem til er ætlast, er ólíklegt svo ekki sé meira sagt.

Gasleiðslurnar virkuðu ágætlega þar til stjórnmálamenn í Evrópu grófu sig í gryfju og stöðvuðu gaskaupin frá Rússlandi með viðskiptaþvingunum.

Böndin berast líka með réttu eða röngu, að þeim sem hagnast á gassölu til Evrópu við núverandi kringumstæður og sem fram fer eftir öðrum leiðum. Gassölu sem fram fer með gasflutningaskipum, en enn sem komið er eru það ágiskanir einar.

Myndirnar eru fengnar úr grein The Guardian

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...