Kalt stríð

 Í þeim hluta þessarar umfjöllunar The Guardian þar sem rætt er við danska utanríkisráðherrann kemur fram að menn huga að því að ekki sé rétt til framtíðar, að treysta á orku, olíu og gas, frá Rússlandi.

Að hver sé sjálfum sér næstur getur verið gott að hafa í huga og hefðu menn mátt hugsa til þess, svo dæmi sé tekið, þegar ákveðið var að slökkva á kjarnorkuverunum í þágu umhverfisins.

Að sama skapi hlýtur Rússum að vera orðið það ljóst að ekki er nokkurt vit í að gera ráð fyrir orkusölu til vestur- Evrópu, eigandi yfir höfði sér viðskiptaþvinganir og hernaðarstuðning þaðan, til ríkja sem þeir telja ógna öryggi sínu.

Í því sambandi má benda á að komnar eru fram nýjar, en samt gamlar upplýsingar, eða réttara sagt upprifjanir á viðtali við Biden þar sem hann lýsir því yfir, að ef Rússar ráðist inn í Úkraínu verði séð til þess að ekki verði neitt úr Nord Stream 2. Aðspurður um hvernig það verði gert svarar hann eitthvað á þá leið að til þess verði séð og að menn kunni ráð til þess.

 

Það er runnið upp, eða er að renna upp fyrir mönnum, að hugmyndir um að allar þjóðir geti verið vinir og geti leikið sér saman í sandkassanum án þess að kasta sandi hver framan í aðra, er tálsýn.

Það er svo komið að heimurinn er á hraðri leið til nýrra kaldastríðsára og hvenær hlýna mun upp fyrir frostmark úr því ástandi vitum við ekki.

Best er því að reikna með löngum frostakafla og aðlagast nýrri framtíð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...