Stríðið tapað?

 

Samkvæmt grein í New York Times er vopnabúnaður rússneska hersins í þvílíku óstandi og svo illa hannaður, að útilokað er að þeir geti sigrað stríðið við Úkraínu, sem nýtur hinna vel smíðuðu bandarísku vopna!

Drónakaup frá Íran hafa gefist illa og svo er að skilja sem Íranair kunni ekki að smíða slík flygildi þegar betur er að gáð.

Til marks um hve ástandið er slæmt, þá eru Rússar að kaupa vopn frá Norður Kóreu, sem væntanlega virka álíka lítið og hin heimasmíðuðu sem ekki fá góðan vitnisburð í greininni.

Með hverju viðskiptin milli Norður Kóreu og Rússlands eru jöfnuð kemur ekki fram, en sagt er að kaupin á vopnadóti frá Norður Kóreu séu hugsuð til framtíðar. Sé svo, þá verður um áframhaldandi viðskipti að ræða og eins og við vitum þarf að borga fyrir það sem keypt er.

Áður hefur komið fram að Norðurkóreumenn hafa boðist til að senda her til Rússlands til að berja á Úkraínu. Ekki hefur frétts að það hafi verið þegið, en við munum að Kóreumenn vildu fá eitthvað fyrir greiðann.

Kremlverjar ættu að vera á verði og hugsa sinn gang séu þeir í þeirri stöðu að þurfa að eiga viðskipti við Norður Kóreu segir einhver Mason Clark hjá stofnun sem spekúlerar í styrjaldarrekstri og er óhætt að taka undir þau orð, þ.e.a.s. ef þau eru eitthvað meira en vangaveltur.

Þá segir að ,,Hvíta húsið" (sem samkvæmt þessu er farið að hugsa sjálfstætt og taka ákvarðanir!) sé farið að aflétta leynd upplýsinga sem það búi yfir um ræfildóm rússneska hersins.

Það mun m.a. lýsir sér í því að þeim gangi illa að ráða hermenn. Sem er samkvæmt því, eins og hver önnur atvinna sem menn ráða sig til í Rússlandi!

Ekki er samt allt ómögulegt austur þar að sögn greinarhöfundar.

Efnahagsþvinganirnar sem á landið hafa verið settar hafa mistekist.

Ríkissjóður Rússlands er fullur af peningum og fyrir bragðið eru bankarnir í standi, þar sem ríkissjóður hefur getað stutt við þá.

Refsiaðgerðir erlendra ríkja gegn rússneskum olígörkum hafa mistekist og Putin er traustur í sessi sem endranær.

Og lýkur hér stuðningi frá N.Y.T.

Varðandi mislukkaðar efnahagsaðgerðir gegn Rússlandi er því við að bæta, að þær hafa lukkast vel gegn borgurum landanna sem settu þær á Rússland.

Þar ríkir óðaverðbólga og óstöðugleiki, orkuskortur og heitavatnsskortur og almenn óánægja.

Hafi það verið ætlunin að valda eigin kjósendum sem mestu tjóni, þá hefur það tekist ágætlega.

Fyrir nú utan að gott er, að menn sjái það svart á hvítu að varlegt er að treysta alfarið á aðra í því sem snýr að því að halda almennum lífsgæðum á sæmilegum stað í samfélögunum sem þeim er treyst til að stjórna.

Allir sjá núna hvílíkt óráð það var að loka kjarnorkuverunum í Þýskalandi svo dæmi sé tekið.

Hin hliðin á því máli er: að ef efnahagsþvinganirnar á Rússland hefðu ekki verið teknar upp, þá væri enginn orkuskortur né önnur vandræði sem af þvingununum leiddi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...