4,56% hækkun og 35,5% hækkun!

 Bændablaðið er einn þeirra miðla sem gaman og fróðlegt getur verið að fletta og lesa.

2022-09-09 (7)Í því eintaki sem ber dagsetninguna 8/9/2022 er fyrirsögn yfir forsíðuna þvera, þar sem segir frá því að ,,Birgðir kindakjöts [séu] í sögulegu lágmarki".

Um er að ræða fáheyrða tíðindi og vonlegt að blaðið slái upp stórri fyrirsögn á forsíðu.

Birgðasöfnun kindakjöts hefur frekar verið vandamál en hið gagnstæða og því er ástæða til að fagna því ef jafnvægi er komast á, á milli framboðs og eftirspurnar á markaðnum.

Við lestur greinarinnar kemst lesandinn reyndar að því að ekki er svo að sjá sem skortur á kindakjöti sé framundan.

Ekki kemur heldur fram hve mikið magn af framleiðslunni hefur verið selt til útlanda, en það hefur svo sem kunnugt er, að mestu verið gert á kostnað almennings í gegnum ríkissjóð.

Sé rýnt í textann sést reyndar að ekki virðist vera hætta á neinum skorti á afurðinni og svo er að sjá sem endar nái nokkuð vel saman og það jafnvel svo, að það komi til með að verða nokkur afgangur af fyrra árs kjöti, þegar hið nýja kemur á markaðinn eftir að næsta sláturtíð hefst.

2022-09-09 (9)Á annarri blaðsíðu Bændablaðsins er síðan sagt frá hækkun á mjólkurafurðum um 4,56% til kúabænda og verður það að teljast fremur lítið að teknu tilliti til þess að hækkunin til sauðfjárbænda er sögð verða 35,5% og eftir því fram hefur komið frá sauðfjárbændum, mun ekki af veita! 

Ekki kemur fram hve hátt hlutfall af verði kindakjötsins kemur til með að verða greitt úr ríkissjóði, þegar þessar hækkanir eru orðnar að veruleika og reyndar ekki heldur hvernig staða þeirra mála er í dag.

Á forsíðunni er einnig fjallað um ,,nýliðun" bændastéttarinnar sem vitanlega verður að geta átt sér stað. Það er nokkuð sem gleymdist að taka með í reikninginn þegar stjórnmálamenn fortíðar gerðust að eigin mati nútímalegir og ,,kvótavæddu" atvinnuveginn.

Það var gert eins og eflaust einhverjir muna á þann hátt, að til hliðar við niðurgreiðslukerfið í mjólkur og kindakjötsframleiðslu var búinn til ,,fasti" sem miðaðist við framleiðsluna eins og hún var á ákveðnum tímapunkti.

2022-09-09 (8)Þeir bændur sem hafa viljað stækka við sig hafa eftir það orðið að kaupa kvóta dýrum dómum af einhverjum öðrum bændum sem hafa viljað losa sig út úr framleiðslu af einhverjum ástæðum. Þetta kerfi þekkja kúabændur nokkuð vel.

Þeir eiga nú von á verðhækkun afurða sinna og eins og lesa má um í blaðinu, er um að ræða 4,56% hækkun og rétt er að taka það fram að ekki er um kommuvillu að ræða í þessum innslætti. Tölurnar eru svona í Bændablaðinu!

Það er sem sagt talið nauðsynlegt að hækka kindakjötið nær áttfalt meira í prósentum talið en mjólkurafurðirnar.

Til að framleiða kindakjöt þarf hey og úthaga, sem ekki þarf að vera gjöfulli en svo að gott þykir að koma kindunum fyrir á hálendi landsins yfir sumartímann. Þar gengur það síðan og sér um sig sjálft, nema hvað hið opinbera sér um að girða og halda við sauðfjárveikivarnargirðingum svo dæmi sé tekið

Í kúabúskap eru málin öðruvísi. Kýrnar þarf að mjólka kvölds og morgna (sem gerist reyndar með öðrum takti þar sem notaðir eru sjálfvirkir mjaltaþjónar), kúnum þarf að sinna allt árið vegna mjalta, en einnig vegna, burðar, sæðinga, fóðrunar og annars almenns eftirlits. Auk þess sem fóðrunin er að hluta til gerð með fóðri sem að uppistöðu til er úr korni, vöru sem hefur verið að hækka mikið í verði að undanförnu af alkunnum ástæðum.

Það er sem sagt engin sumarpása frá vori til hausts í þeirri búgrein. 

2022-09-09 (11),,Ærin ástæða er til bjartsýni hjá sauðfjárbændum" er fyrirsögn um málefni sauðfjárbænda í sama blaði og vel er hægt að taka undir að svo sé.

Hækkanir sem nema tugum prósenta eru framundan á afurðum þeirra, auk þess sem svo er að sjá sem vel gangi að selja það sem er framleitt.

Salan gerist reyndar þannig að ríkissjóður greiðir stóran hluta kostnaðar vegna sölunnar, auk hluta andvirðisins.

Fyrirkomulag af þessu tagi þætti mörgum bæði gott og þægilegt og svo dæmi sé tekið, væri notalegt að geta tekið upp á því að búa eitthvað til, sem viðkomandi dytti í hug, t.d. í svokallaðri nýsköpun og njóta þessara réttinda samkvæmt samþykkta frá Alþingi!

Hugsa má til allra þeirra sem eru að fást við bruggun, handverksframleiðslu og smáiðnað allskonar, eða hvað annað sem fólki getur dottið í hug: 

Að ekki sé ónýtt að geta látið allt hvað heita hefur, verða að verðmætum í höndum ríkisins.

Frammámaður í samtökum sauðfjárbænda jafnaði þeim við almenna launamenn eftir því sem kom fram á dögunum og taldi að tryggja þyrfti þeim lífsframfæri í takti við aðra slíka.

Um er að ræða bæði athyglisverða og raunsæa ályktun hjá manninum, þ.e.a.s. ef haft er í huga að í raun eru þeir að stórum hluta starfsmenn ríkissjóðs í gegnum búvörusamninga.

Eru ef til vill frekar í verktöku af sérstöku tagi hjá ríkinu

Samkvæmt búvörusamningum ábyrgist ríkið framfæri stéttarinnar, að stórum hluta og eins og áður kom fram, er það bæði á því sem selt er á innanlandsmarkaði, en einnig að drjúgum hluta fyrir það af afurðunum sem flutt er til annarra landa.

Það er ekki nema von að maðurinn sem fyrr var nefndur líti á sig og félaga sína sem launamenn hjá ríkissjóði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...