Það er sunnudagsmorgunn og laugardagspistill frá ritstjórn Morgunblaðsins er tekinn er til lestrar, lipur og rennandi texti um málefni síðustu mánaða og reyndar ára.
Farið er yfir feril Putins og þróun Rússlands seinni árin og þar segir m.a.:
,,[...]við þessar snöggu umbreytingar [frá sovéti og til kapítalisma] hugsuðu vel tengdir gróðapungar, óligarkar, sér gott til glóðarinnar og sölsuðu undir sig drjúgan hluta af ríkiseigunum og fjármunum um leið og alþjóðleg einokunarfyrirtæki, læsu klónum í flest allt sem þau gátu."
Síðan segir frá því að Putin hafi komist hávaðalítið til valda og hvernig hann fékk Medvedev til að skipta úr forsetastóli - sem Putinn tók við með breyttum forsendum - en Medvedev unir nú ,,sæll og glaður" í öðrum lægri.
Skákin er rakin áfram og rétt er að mæla með að menn lesi greinina í heild, það verður enginn svikinn af því!
Rifjuð er upp rausn Bidens í garð Talibana, þ.e. þegar hann gaf þeim hergögn af nýjustu gerð er bandaríski herinn fór (flúði?) frá Afganistan.
Biden sleppur ekki við að vera nefndur aftur og það oftar en einu sinni og undrin sem upp úr honum og Kamelu renna eru metin að verðleikum svo sem sjá má:
,,Á fundi með fjölda manns til að fagna pólitísku framlagi á þingi, þá nefndi hann fólk til sögunnar sem hann vildi þakka sérstaklega. Þegar hann nefndi Jackie Walorski (þingmann repúblikana) til sögunnar og hún brást ekki við, þá sagðist hann vilja sjá hana og bað hana um að sýna sig. „Hvar er Walorski?“ spurði Biden forseti. „Ég vil að hún stigi fram.“
Enginn af þessum fjölda viðstaddra kunni við að segja að Walorski hefði látist í hræðilegu umferðaslysi með fjórum öðrum snemma í ágúst s.l. Og enginn vildi heldur nefna að Biden hefði sjálfur skrifað fjölskyldunni bréf fyrir fáeinum vikum og harmað atburðinn og í framhaldinu hefði hann hringt í bróður þingmannsins til þess að votta honum samúð sína."
„Hvar er hún?“ spurði forsetinn. „Á himnum,“ svaraði einhver lágt, og þá náði einhver embættismaðurinn að beina athygli Bidens annað."
Og þegar Kamala var að virða fyrir sér landamæri Kóreuríkjanna fæddust þessi gullkorn:
,,„The United States shares a very important relationship, which is an alliance with the Republic of North Korea.“„It is an alliance that is strong and enduring.“"
Eftir að hafa greint frá þessu segir ritari greinarinnar:
,,Þótt aldursmunur sé töluverður á milli forsetans og varaforsetans er hún í harðri samkeppni við forsetann um undur sem upp úr þeim renna."!
Lokaorðin eru síðan slík snilld að undirritaður kann ekki við að ræna þeim inn í þennan texta!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli