Hver sprengdi gaslagnirnar - það er efinn.

 


Í Ríkisútvarpinu á árum áður, byrjuðu fréttir oft á þann hátt að segja sem svo: Samkvæmt því sem rússneska fréttastofan Tass, norska NTB, breska BBC, bandaríska....o.s.frv.

Vitnað var í heimildir og fréttin síðan sögð.

Þá var mun erfiðara að afla upplýsinga en nú er og það að vitna í heimildirnar, losaði miðilinn við að bera ábyrgð á tíðindunum sem sagt var frá, að minnsta kosti að nokkru leyti.

Hér fylgir frásögn rússnesku fréttastofunnar TASS af skemmdarverki og afleiðingum þess.

Hvernig við verður brugðist getur farið eftir ýmsu.

Hafi skemmdarverkið verið unnið að undirlagi einhverra vestrænna stjórnvalda eða Úkraína, er óðs manns æði að leggja í þann leiðangur, að reyna að gera við lagnirnar og það sama má segja ef Rússar reynast gerendurnir, sem reyndar væri furðulegt miðað við hve mikilla hagsmuni þeir hafa af traustum rekstri gaslagnanna.

Sannist að þeir hafði framið skemmdarverkið, þá er augljóst að um ónýtanlegt mannvirki er að ræða, slíkir eru hagsmunir þeirra af viðskiptunum með gasið sem um lagnirnar fer.

Það er reyndar svo ótrúleg niðurstaða að engu tali tekur og óþarft að ræða þar til annað sannast!

Hin hliðin á málinu er hve berskjölduð mannvirki af þessu tagi eru gagnvart glæpaverkum og hvernig hægt er að verjast þeim.

Líklegast er það sem um fleira, að erfitt er og jafnvel útilokað að verjast óþverrahætti þeirra sem einskis svífast og hafa getu til að vinna verknað eins og þennan.

Það er síðan almenningur sem líður, á hann fellur reikningurinn, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, hann greiðir fyrir og líður fyrir ,,syndir (lands)feðranna".

Eftir að hafa lokið þessari færslu rak á fjörur umfjöllun ZeroHedge um málið og því bæti ég þeim tengli hér inn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...