Mynd fengin af vef Ríkisútvarpsins.
Að því gefnu að hér sé rétt með farið í frásögninni, gæti
verið von til að forseti Bandaríkjana átti sig á því, að í samlíkingunni sem hann
beitir, er Rússland núna það sem Bandaríkin voru þá, (í Kúbudeilunni).
Rússar áttuðu sig á alvarleika málsins og tóku niður
flaugarnar og fluttu þær heim til Rússlands. Engin hernaðarátök brutust út, en
tæpt stóð það að flestra mati.
Nú er staðan sú, að Bandaríkin og fleiri NATO þjóðir reka
það sem sumir kalla ,,staðgengilsstríð" gegn Rússlandi vegna
sjálfstjórnarhéraðanna í Donbass.
Fóðra árásarliðið sem var að margra mati, á vopnabúnaði (sem
sumum þykir gott að fá reyndan í raunverulegum átökum), en árásarliðið sem er í
þessari samlíkingu, verður að sjá um sig sjálft.
Rússar sjá þetta öðruvísi og segja sem rétt er að að árásir, á sjálfstjórnarhéruðin í Donbass hafi staðið yfir allar götur síðan árið 2014.
Þau átök kostuðu m.a. saklausa farþega í flugvél sem flaug
yfir svæðið á leið sinni lífið, eins og margir muna og bætist það manntjón við
u.þ.b. 14.000 manns, sem féllu fyrir vopnum árásarliða frá Úkraínu.
Þau átök og ágreiningurinn sem til þeirra leiddi, hefur
aldrei verið settur niður og eins og við vitum hefur forseti Úkraínu lýst
því yfir í orðræðu vegna núverandi átaka, að til standi að sigra Rússland.
Það er mikið markmið og stórt og hætt er við, að til að það
takist þurfi miklu til að kosta.
Hvort vestrænir vinir hins úkraínska forseta eru tilbúnir að
ganga svo langt er ekki víst, en vinurinn mikli handan Atlantshafsins gæti
verið það.
Frá sjónarhorni þess ,,vinar" er Evrópa dálítið langt í burtu og gott
að láta hana sjá um sín mál, en líka:
Það gæti verið gott að losna við veldið austan Úkraínu, þó
svo það kosti, að Úkraína og löndin fyrir vestan og sunnan fari illa út úr þeim
hildarleik, því það nógu mikið bras að glíma við lönd Asíu og Afríku, þó Evrópuvesenið
sé ekki alltaf að hrjá og pirra og erta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli