Kjarnorkuver



Það kemur ekki á óvart að kjarnorkuver eru til þess gerð að framleiða orku, það er  hitaorku, sem síðan er breytt í raforku. 

Í grein New York Times er fjallað um árásir sem gerðar hafa verið á kjarnorkuver síðustu áratugina og óhætt er að segja að á óvart kemur hve algengt það hefur verið.

Sem betur fer hefur oftast verið um að ræða árásir á ver sem verið hafa í byggingu, en í því tilfelli þar sem um var að ræða þau sem voru í rekstri þá geigaði sprengjukastið, missti marks eða fór í bókstaflegri merkingu út í sandinn samkvæmt því sem segir í fyrrnefndri grein!

Þar er þó ein fullyrðing sem stenst ekki skoðun, þar sem segir, að taka Rússa á verinu í Zaporizhzhia hafi verið gerð til að að stela rafmagni!

Rússar líða ekki orkuskort og þurftu ekki á verinu að halda fyrir Rússland.
Verið féll þeim í hendur í ,,hinni sérstöku hernaðaraðgerð" og svo lengi sem hægt var vegna árása Úkraína streymdi rafmagn frá því yfir til Úkraínu, sem í ýmsar aðrar áttir.

Það var ekki fyrr en að gefist var upp á rekstri versins, vegna árása frá Úkraínu, sem ákveðið var að hætta rekstri þess og kæla það niður. Og til þess eru notaðar neyðarrafstöðvar (diesel) sem framleiða rafmagn til kælingarinnar.

Það segir væntanlega eitthvað um ábyrgðartilfinningu þeirra sem í hernaðinum standa af hálfu Úkraína, að þeim skuli finnast eðlilegt og sjálfsagt, að halda uppi sprengjuárásum á kjarnorkuver sem er með þeim stærstu í heimi og auk þess, nánast í hlaðinu hjá þeim sjálfum!

Óhöpp í rekstri kjarnorkuvera hafa verið nokkur og talið upp samkvæmt minni: eitt í Bandaríkjunum, annað í Úkraínu (sem þá var innan Sovétríkjanna), það þriðja í Japan og ef til vill er einhverju gleymt, en það skiptir minnstu, aðalatriðið er að óhöpp í rekstri geta haft alvarlegar afleiðingar.

Það verður því að teljast skynsamleg ákvörðun af hálfu Rússa að hætta rekstri Zaporizhzhia versins.

Verulega hættulegt er að stunda slíka starfsemi þar sem ófriður ríkir og reyndar líka þar sem jarðhræringar geta ógnað öryggi s.s. í Fukusima.

Myndin hér að ofan, er úr New York Times og fylgdi greininni sem varð til þess, að þessi færsla var skrifuð og þar má sjá menn virða fyrir sér skemmdir á Zaporizhzhia kjarnorkuverinu.

Skemmdir sem urðu til vegna sprengjuárása (Úkraína), eru augljósar og eins og hver maður sér, er ekki vogandi að reka kjarnorkuver á hernaðarsvæði þar sem annar aðilinn skeytir engu um afleiðingar þess sem hann gerir og virðist þá einu gilda hvort heldur er um að ræða afleiðingar fyrir eigin þjóð eða andstæðinginn.

Í upphafi átakanna þótti nógu alvarlegt að Rússar yfirtóku kjarnorkuverið í Chernobyl.
Hvernig sú hernaðaraðgerð var hugsuð hefur ekki verið upplýst, en trúlega hefur eitthvað verið hugsað, en hvað það var, er ekki gott að segja.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...