Þriðja heimskreppan

Þriðja heimskreppan lúrir og gægist fyrir hornið.

The Guardian segir frá því í grein undir fyrirsögninni ,,IMF tells central banks to focus on inflation as recession looms" að hann líti svo á að seðlabankar þurfi að standa vel í ístaðinu ef ekki eigi illa að fara. 

Þriðja heimskreppan sé rétt handan við hornið og bíði færis!

Innrásin í Úkraínu ásamt samdrætti í Kína eru helstu áhrifaþættirnir hinnar sívaxandi niðursveiflu.

Efnahagsráðgjafar sjóðsins telja að stjórnendur  seðlabankanna verði að vera vel á verði og vera opnir fyrir öllum tiltækum lausnum.

Alþjóðabankinn, líkt og seðlabankar þjóðríkjanna vanmat verðbólguþrýstinginn í fyrstu viðbrögðum sínum á síðastliðnu ári.

Seðlabanki Bandaríkjanna, hækkaði vexti um 0,75 stig á síðustu þremur fundum sínum og Englandsbanki hækkaði lántökukostnað úr 0,1% í 2,25% frá því í desember síðastliðnum.

Hættan á að ,,gera of lítið" vegur þyngra en kostnaðurinn við að taka á vandanum en samt er seðlabönkum ráðlagt að fara varlega til að forðast of harkalegan samdrátt.

Sé horft til næstu sex mánaða má reikna með að hagvöxtur á heimsvísu muni dragast saman frá 6% í fyrra í það að verða rúm 3% í ár og tæp 3% næsta ár.

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað vexti og sá breski hefur hækkað lántökukostnað úr 0,1% og í 2,25% frá því í desember.

Hættan á að gera of lítið gæti vegið þyngra en kostnaðurinn við að gera of mikið og betra er að fara varlega, því hagkerfi heimsins gætu skroppið of mikið saman að öðrum kosti.

Áætlað er að hagvöxtur á heimsvísu muni hægja á sér úr 6% árið 2021, í 3,2% á þessu ári.

Alþjóðabankinn vanmat verðbólguþrýstinginn í fyrstu spá sinni í fyrra.

(Byggt á grein The Guardian)




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...